Fyrirhuguð umferðarlög ógni trúnaði lækna og sjúklinga Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2019 07:15 Breytingar á umferðarlögum eru áformaðar á vorþingi. Læknar leggjast hins vegar gegn breytingu. Fréttablaðið/Pjetur Læknafélag Íslands gagnrýnir frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar til breytinga á umferðarlögum. Telur félagið allt of hart gengið fram með frumvarpinu og það sé inngrip í störf lækna. Málið var tekið fyrir á þingi síðasta haust og gekk til umhverfis- og samgöngunefndar þingsins í lok október. Í maí 2017 hófst vinna við heildarendurskoðun umferðarlaga samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra. Læknafélagið gagnrýnir þetta harðlega. Í grunninn eru tvær greinar í frumvarpinu sem strjúka læknum andhæris. Annars vegar 52. grein sem tiltekur að læknir eða hjúkrunarfræðingur annist læknisfræðilegt mat á ökumanni. „Læknafélag Íslands telur að klínískt mat á ökumanni í kringumstæðum sem þessum sé fyrst og fremst á færi lækna, ekki annarra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í álitinu. Það sem slær lækna þó mest er að þeim er gert skylt að láta vita ef einstaklingar eigi við einhverja erfiðleika að stríða sem geta aftrað þeim frá að stjórna ökutæki. „Komi fram upplýsingar við meðferð sjúklings á sjúkrastofnun eða hjá lækni um verulega skerta hæfni viðkomandi til aksturs, meðal annars vegna neyslu ávísaðra lyfja sem skerða aksturshæfni, skal gera trúnaðarlækni Samgöngustofu viðvart án tafar. Stendur þagnarskylda læknis því ekki í vegi,“ segir í nýju frumvarpi til laganna.Alþingi þingfundur fyrirspurnir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra umhverfis- og auðlindaráðherraÞetta eru læknar ósáttir við og benda á að trúnaðarskylda lækna sé hornsteinn þess sambands sem ætíð verður að vera milli lækna og sjúklinga. „Þó lagaákvæði leyfi vissulega að með lögum sé þagnar- og trúnaðarskyldu lækna vikið til hliðar þá hefur fyrst og fremst verið litið til þess að það eigi við þegar vernda þarf hagsmuni barna, samanber tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum,“ segja læknar í áliti sínu. „LÍ fær ekki séð að slík hætta stafi af verulega skertri hæfni einstaklinga til aksturs að það réttlæti að læknir eigi að tilkynna um það til trúnaðarlæknis Samgöngustofu. Frávik frá þagnarskyldu í þessum tilvikum getur haft þau áhrif að sjúklingur sem hefur áhyggjur af aksturshæfni sinni leiti ekki til læknis af ótta við að læknirinn tilkynni um veikindi hans.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki kynnt sér umsögn læknafélagsins og vildi því ekki veita viðtal vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Læknafélag Íslands gagnrýnir frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar til breytinga á umferðarlögum. Telur félagið allt of hart gengið fram með frumvarpinu og það sé inngrip í störf lækna. Málið var tekið fyrir á þingi síðasta haust og gekk til umhverfis- og samgöngunefndar þingsins í lok október. Í maí 2017 hófst vinna við heildarendurskoðun umferðarlaga samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra. Læknafélagið gagnrýnir þetta harðlega. Í grunninn eru tvær greinar í frumvarpinu sem strjúka læknum andhæris. Annars vegar 52. grein sem tiltekur að læknir eða hjúkrunarfræðingur annist læknisfræðilegt mat á ökumanni. „Læknafélag Íslands telur að klínískt mat á ökumanni í kringumstæðum sem þessum sé fyrst og fremst á færi lækna, ekki annarra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í álitinu. Það sem slær lækna þó mest er að þeim er gert skylt að láta vita ef einstaklingar eigi við einhverja erfiðleika að stríða sem geta aftrað þeim frá að stjórna ökutæki. „Komi fram upplýsingar við meðferð sjúklings á sjúkrastofnun eða hjá lækni um verulega skerta hæfni viðkomandi til aksturs, meðal annars vegna neyslu ávísaðra lyfja sem skerða aksturshæfni, skal gera trúnaðarlækni Samgöngustofu viðvart án tafar. Stendur þagnarskylda læknis því ekki í vegi,“ segir í nýju frumvarpi til laganna.Alþingi þingfundur fyrirspurnir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra umhverfis- og auðlindaráðherraÞetta eru læknar ósáttir við og benda á að trúnaðarskylda lækna sé hornsteinn þess sambands sem ætíð verður að vera milli lækna og sjúklinga. „Þó lagaákvæði leyfi vissulega að með lögum sé þagnar- og trúnaðarskyldu lækna vikið til hliðar þá hefur fyrst og fremst verið litið til þess að það eigi við þegar vernda þarf hagsmuni barna, samanber tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum,“ segja læknar í áliti sínu. „LÍ fær ekki séð að slík hætta stafi af verulega skertri hæfni einstaklinga til aksturs að það réttlæti að læknir eigi að tilkynna um það til trúnaðarlæknis Samgöngustofu. Frávik frá þagnarskyldu í þessum tilvikum getur haft þau áhrif að sjúklingur sem hefur áhyggjur af aksturshæfni sinni leiti ekki til læknis af ótta við að læknirinn tilkynni um veikindi hans.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki kynnt sér umsögn læknafélagsins og vildi því ekki veita viðtal vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira