Málverk eftir Hitler seljast illa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2019 10:52 Til hægri má sjá eina af myndum Hitlers. Myndin sem um ræðir var ekki til uppboðs í Nürnberg á dögunum. Roger Viollet/AH/Getty Weidler-uppboðshúsinu í Nürnberg í Þýskalandi tókst ekki að selja neitt af fimm málverkum sem sögðu eru vera eftir nasistaforingjann og kanslara Þýskalands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Adolf Hitler. Málverkin voru boðin upp í gær. Uppboðshúsið hefur af mörgum verið harðlega gagnrýnt fyrir að bjóða verkin upp þar sem margir telja verkin beinlínis vera minjar um tíma Nasismans. Meðal þess sem talið er að hafi gert málverkin að vondri fjárfestingu í augum mögulegra kaupenda er verðlagning verkanna, en upphafsverð verkanna fimm var á milli 19 þúsund evra, eða 2,6 milljóna króna og 45 þúsund evra, rúmlega sex milljóna króna. Annar þáttur sem margir unnendur listar Hitlers kunna að hafa litið til er að erfitt er að sanna áreiðanleika þess að verkin séu í raun og veru eftir nasistaforingjann sjálfan. Stephan Klingen hjá miðlægri listasögustofnun München-borgar sagði í samtali við Guardian að Hitler hafi verið „hóflega metnaðarfullur áhugamálari“ og til séu hundruð þúsunda sambærilegra málverka frá þeim tíma sem málverkin voru gerð. Því sé alveg sérstaklega erfitt að sannreyna hvort Hitler hafi raunverulega málað verkin.Hörð viðbrögð við uppboðinu Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með uppboðið og önnur uppboð þar sem gamlir munir tengdir Þýskalandi nasismans eru boðnir upp, þar sem margir telja óviðeigandi að hlutir sem kunni að minna á uppgöngu Nasismans í Evrópu gangi kaupum og sölum. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa uppboðið er Ulrich Maly, borgarstjóri Nürnberg, sem segir uppboðið vera „afar smekklaust.“ Myndlist Þýskaland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Weidler-uppboðshúsinu í Nürnberg í Þýskalandi tókst ekki að selja neitt af fimm málverkum sem sögðu eru vera eftir nasistaforingjann og kanslara Þýskalands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Adolf Hitler. Málverkin voru boðin upp í gær. Uppboðshúsið hefur af mörgum verið harðlega gagnrýnt fyrir að bjóða verkin upp þar sem margir telja verkin beinlínis vera minjar um tíma Nasismans. Meðal þess sem talið er að hafi gert málverkin að vondri fjárfestingu í augum mögulegra kaupenda er verðlagning verkanna, en upphafsverð verkanna fimm var á milli 19 þúsund evra, eða 2,6 milljóna króna og 45 þúsund evra, rúmlega sex milljóna króna. Annar þáttur sem margir unnendur listar Hitlers kunna að hafa litið til er að erfitt er að sanna áreiðanleika þess að verkin séu í raun og veru eftir nasistaforingjann sjálfan. Stephan Klingen hjá miðlægri listasögustofnun München-borgar sagði í samtali við Guardian að Hitler hafi verið „hóflega metnaðarfullur áhugamálari“ og til séu hundruð þúsunda sambærilegra málverka frá þeim tíma sem málverkin voru gerð. Því sé alveg sérstaklega erfitt að sannreyna hvort Hitler hafi raunverulega málað verkin.Hörð viðbrögð við uppboðinu Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með uppboðið og önnur uppboð þar sem gamlir munir tengdir Þýskalandi nasismans eru boðnir upp, þar sem margir telja óviðeigandi að hlutir sem kunni að minna á uppgöngu Nasismans í Evrópu gangi kaupum og sölum. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa uppboðið er Ulrich Maly, borgarstjóri Nürnberg, sem segir uppboðið vera „afar smekklaust.“
Myndlist Þýskaland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira