Gat ekki gengið að kröfum Kim Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 07:35 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, töluðu við blaðamenn í Hanoi eftir að fundi þeirra og sendinefndar Norður-Kóreu var slitið. Getty/bloomberg Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. Samband ríkjanna sé ennþá gott, þrátt fyrir að fundi þeirra hafi verið slitið fyrr en gert hafði verið ráðið fyrir. Leiðtogarnir hafi ákveðið í sameiningu að ganga frá samningaborðinu án þess að undirrita nýtt samkomulag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi sínum eftir að fundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var slitið á sjöunda tímanum að síðustu 36 klukkustundir hafi verið árangursríkar. Engu að síður hafi hann og Kim verið sammála um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þessum tímapunkti. Hann lýsti norður-kóreska starfsbróður sínum sem áhugaverðum einstaklingi og að samband þeirra væri ennþá sterkt. Hann hafi þannig fulla trú á að Norður-Kórea muni einn daginn verða öflugt efnahagsveldi. Hins vegar „þurfi stundum að ganga burt“, eins og Trump orðaði það. Forsetinn útskýrði að málefnalegur ágreiningur þeirra Kim hafi einfaldlega verið óyfirstíganlegur á þessari stundu. Norður-Kóreumenn hafi viljað losna undan öllum viðskiptaþvingunum, gegn því að þeir losuðu sig við þorra kjarnavopna sinna - en þó ekki öll.Trump and Pompeo being quite specific. Says Kim was ready to give up the whole Yongbyon nuclear complex in return for complete lifting of sanctions but not other parts of the nuclear programme, including covert elements, including at least one uranium enrichment plant. — Julian Borger (@julianborger) February 28, 2019 Trump sagði að bandaríska sendinefndin hafi ekki getað sætt sig við þessi skilyrði og öllum hafi því verið ljóst að engin sameiginleg niðurstaða væri í augsýn. Því hafi viðræðunum verið slitið og að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu séu enn í gildi. „Mig dauðlangar að afnema viðskiptaþvinganirnar, ég vil sjá Norður-Kóreu eflast enda á ríkið framtíðina fyrir sér. Það var hins vegar ekki hægt í dag,“ sagði Trump. Hann tjáði blaðamönnum jafnframt að Kim hafi lofað sér að Norður-Kórea myndi ekki hefja aftur prófanir á langdrægum eldflaugum. Leiðtogarnir hafi þó ekki skipulagt aðrar viðræður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir með forsetanum og sagði fundinn hafa verið góðan þrátt fyrir að ekkert samkomulag hafi náðst. Hann sé auk þess bjartsýnn og að sendinefndir ríkjanna tveggja muni funda aftur á næstu vikum. „Ég vildi óska þess að við hefðum komist lengra en ég er engu að síður vongóður,“ sagði Pompeo. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. Samband ríkjanna sé ennþá gott, þrátt fyrir að fundi þeirra hafi verið slitið fyrr en gert hafði verið ráðið fyrir. Leiðtogarnir hafi ákveðið í sameiningu að ganga frá samningaborðinu án þess að undirrita nýtt samkomulag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi sínum eftir að fundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var slitið á sjöunda tímanum að síðustu 36 klukkustundir hafi verið árangursríkar. Engu að síður hafi hann og Kim verið sammála um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þessum tímapunkti. Hann lýsti norður-kóreska starfsbróður sínum sem áhugaverðum einstaklingi og að samband þeirra væri ennþá sterkt. Hann hafi þannig fulla trú á að Norður-Kórea muni einn daginn verða öflugt efnahagsveldi. Hins vegar „þurfi stundum að ganga burt“, eins og Trump orðaði það. Forsetinn útskýrði að málefnalegur ágreiningur þeirra Kim hafi einfaldlega verið óyfirstíganlegur á þessari stundu. Norður-Kóreumenn hafi viljað losna undan öllum viðskiptaþvingunum, gegn því að þeir losuðu sig við þorra kjarnavopna sinna - en þó ekki öll.Trump and Pompeo being quite specific. Says Kim was ready to give up the whole Yongbyon nuclear complex in return for complete lifting of sanctions but not other parts of the nuclear programme, including covert elements, including at least one uranium enrichment plant. — Julian Borger (@julianborger) February 28, 2019 Trump sagði að bandaríska sendinefndin hafi ekki getað sætt sig við þessi skilyrði og öllum hafi því verið ljóst að engin sameiginleg niðurstaða væri í augsýn. Því hafi viðræðunum verið slitið og að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu séu enn í gildi. „Mig dauðlangar að afnema viðskiptaþvinganirnar, ég vil sjá Norður-Kóreu eflast enda á ríkið framtíðina fyrir sér. Það var hins vegar ekki hægt í dag,“ sagði Trump. Hann tjáði blaðamönnum jafnframt að Kim hafi lofað sér að Norður-Kórea myndi ekki hefja aftur prófanir á langdrægum eldflaugum. Leiðtogarnir hafi þó ekki skipulagt aðrar viðræður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir með forsetanum og sagði fundinn hafa verið góðan þrátt fyrir að ekkert samkomulag hafi náðst. Hann sé auk þess bjartsýnn og að sendinefndir ríkjanna tveggja muni funda aftur á næstu vikum. „Ég vildi óska þess að við hefðum komist lengra en ég er engu að síður vongóður,“ sagði Pompeo.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52