Þrettán ára sælkeri bakar kökur og selur á Facebook Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2019 19:30 Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“ Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“
Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira