Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 14:30 Michael Cohen á leið í sal stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Alex Brandon Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. Þetta mun Cohen segja í yfirlýsingu við upphaf fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hefst klukkan þrjú.Sjá einnig: „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Búast má við hörðum orðaskiptum á fundinum og þá sérstaklega því að Repúblikanar í nefndinni muni fara hart fram gegn Cohen. Sjálfur hefur Cohen sakað Trump og bandamenn hans um að ógna sér og fjölskyldu hans einnig. Hér að neðan má fylgjast með nefndarfundinum. Neðst í fréttinni má svo finna beina textalýsingu blaðamanns Vísis.Þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump, hefur verið sakaður um hótanir og um að hafa reynt að hafa áhrif á vitni með tísti sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Þar spurði Gaetz Cohen að því hvort fjölskylda hans vissi af mörgum kærustum hans, án þess þó að færa fram nokkrar sannanir fyrir því. „Hey @MichaelCohen212, vita eiginkona þín og tengdafaðir af kærustum þínum? Kannski er kvöldið góður tími til að ræða saman. Ég velti fyrir mér hvort hún verði trú þér þegar þú ert í fangelsi. Hún er að fara að komast að miklu,“ sagði Gaetz í tísti sem hann eyddi í nótt. Þegar blaðamaður Washington Post ræddi við hann eftir tístið sagðist hann ekki vera að reyna að ógna Cohen. Þess í stað væri hann að draga trúverðugleika hans í efa. Þingmenn Demókrataflokksins og lagasérfræðingar gagnrýndu Gaetz þó harðlega og sögðu tíst hans jafnvel vera lögbrot. Í kjölfarið eyddi hann tístinu og tísti aftur þar sem hann sagði mikilvægt að setja vitnisburð „lygara“ eins og Cohen í samhengi. Hann hafi ekki ætlað sér að ógna honum.
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. Þetta mun Cohen segja í yfirlýsingu við upphaf fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hefst klukkan þrjú.Sjá einnig: „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Búast má við hörðum orðaskiptum á fundinum og þá sérstaklega því að Repúblikanar í nefndinni muni fara hart fram gegn Cohen. Sjálfur hefur Cohen sakað Trump og bandamenn hans um að ógna sér og fjölskyldu hans einnig. Hér að neðan má fylgjast með nefndarfundinum. Neðst í fréttinni má svo finna beina textalýsingu blaðamanns Vísis.Þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump, hefur verið sakaður um hótanir og um að hafa reynt að hafa áhrif á vitni með tísti sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Þar spurði Gaetz Cohen að því hvort fjölskylda hans vissi af mörgum kærustum hans, án þess þó að færa fram nokkrar sannanir fyrir því. „Hey @MichaelCohen212, vita eiginkona þín og tengdafaðir af kærustum þínum? Kannski er kvöldið góður tími til að ræða saman. Ég velti fyrir mér hvort hún verði trú þér þegar þú ert í fangelsi. Hún er að fara að komast að miklu,“ sagði Gaetz í tísti sem hann eyddi í nótt. Þegar blaðamaður Washington Post ræddi við hann eftir tístið sagðist hann ekki vera að reyna að ógna Cohen. Þess í stað væri hann að draga trúverðugleika hans í efa. Þingmenn Demókrataflokksins og lagasérfræðingar gagnrýndu Gaetz þó harðlega og sögðu tíst hans jafnvel vera lögbrot. Í kjölfarið eyddi hann tístinu og tísti aftur þar sem hann sagði mikilvægt að setja vitnisburð „lygara“ eins og Cohen í samhengi. Hann hafi ekki ætlað sér að ógna honum.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30