Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2019 11:15 Á myndinni sem Kosningar birta í kostaðri auglýsingu á Facebook sést Gunnar Smári sem guðfaðir þriggja verkalýðsleiðtoga. Vísir Verkalýðsleiðtogar og Sósíalistaflokkurinn er sakaður um að stefna að „sameiginlegri eymd undir sósíalisma“ í færslu sem nafnlaus áróðurssíða greiðir fyrir að birtist á Facebook. Aðstandendur síðunnar vilja ekki upplýsa hverjir þeir eru eða hvernig hún er fjármögnuð. Stofnandi Sósíalistaflokksins segir áróðurinn hlægilegan. Áróðurssíðan „Kosningar“ hefur skotið upp kollinum með kostuðum færslum á Facebook og Youtube í kringum kosningar undanfarin ár. Undanfarna mánuði hafa færslur birst á Facebook-síðunni við og við, fyrst og fremst með gagnrýni á verkalýðsfélög, stjórn Seðlabankans og Reykjavíkurborg. Færslan sem síðan greiðir Facebook nú fyrir að birta sem auglýsingu beinist að Drífu Snædal, forseta ASÍ, Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar og Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins. Þau þrjú fyrrnefndu birtast þar á mynd sem strengjabrúður Gunnars Smára sem er líkt við Guðföðurinn í samnefndri kvikmynd. „Almenn hagsæld er auðvitað glataður jarðvegur fyrir byltingar og því hyggst órólega deildin breyta til þess að ná lokatakmarkinu um sameiginlega eymd undir sósíalisma,“ segir í færslunni sem virðist beint að kröfum verkalýðsfélaganna um hækkun lægstu launa. Facebook-skilaboðum Vísis til „Kosninga“ um auglýsinguna var ekki svarað strax. Aðstandendur „Kosninga“ höfnuðu að gefa upp hverjir þeir væru þegar Vísir sendi fyrirspurn á Facebook-síðuna fyrir Alþingiskosningarnar árið 2017. Þeir svöruðu ekki spurningu um hvernig keyptar auglýsingar síðunnar væru fjármagnaðar. „Fréttin í þessu yrði alger ekki frétt því við erum ekki þjóðþekktir né auðmenn. Kjósum að hanga á nafnleyndinni þar til annað breytist,“ var eina svar síðunnar.Kostaðar auglýsingar eins og sú sem Kosningar greiðir Facebook fyrir birtist notendum í tilteknum markhópum hvort sem þeir fylgja síðunni eða ekki.Skjáskot„Ég er enginn andskotans Soros“ Gunnar Smári segir við Vísi að áróður „Kosninga“ sé hlægilegur. Hægrimenn á Íslandi hafi tekið upp þema úr pólitískum áróðri harðasta kjarna Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum um að utanaðkomandi aðilar eins og George Soros, bandarísk-ungverski milljarðamæringurinn, standi í raun að baki andstæðingum þeirra og að annarlegar hvatir búi að baki hjá þeim. „Fyrir einhverjar hlægilegar ástæður hafa þessir menn tekið þemað úr þessari framsetningu og byggt upp kenningar um upprisu láglaunafólks innan verkalýðshreyfingarinnar og endurnýjun baráttuafls hennar með því að breiða út sögur um að ég standi þar að baki og að það þetta snúist ekki um að lægst launaða fólkið krefjist þess að fá að lifa af launum sínum út mánuðinn heldur búi einhverjar undarlegar ástæður að baki,“ segir Gunnar Smári. Um hann hafi til dæmis verið bornar út sögur um að hann ætli sér að ræna sjóði Eflingar. „Það er reynt að búa til úr mér einhverja furðumiðaldarlega þjóðsagnarpersónu sem vomir í kring og sé með einhverjar annarlegar ráðagerðir um að skapa glundroða og vesen. Þetta er bara svo hlægilegt því ég er bara atvinnulaus maður úti í bæ. Ég er enginn andskotans Soros,“ segir Gunnar Smári. Í skýrslu sem forsætisráðherra lét gera um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis sem gefin var út síðasta sumar kom fram að engar vísbendingar væru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu eða að nafnlausar auglýsingar hafi verið ólöglegar. Vandséð væri hvað stjórnvöld gætu gert til að grafast fyrir um hver stæði að baki huldusíðna eins og „Kosninga“.Uppfært 15:08 Nafn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, var misritað í upphaflegri útgáfu fréttarinnar og var hann sagður Halldórsson. Það hefur verið leiðrétt. Facebook Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Verkalýðsleiðtogar og Sósíalistaflokkurinn er sakaður um að stefna að „sameiginlegri eymd undir sósíalisma“ í færslu sem nafnlaus áróðurssíða greiðir fyrir að birtist á Facebook. Aðstandendur síðunnar vilja ekki upplýsa hverjir þeir eru eða hvernig hún er fjármögnuð. Stofnandi Sósíalistaflokksins segir áróðurinn hlægilegan. Áróðurssíðan „Kosningar“ hefur skotið upp kollinum með kostuðum færslum á Facebook og Youtube í kringum kosningar undanfarin ár. Undanfarna mánuði hafa færslur birst á Facebook-síðunni við og við, fyrst og fremst með gagnrýni á verkalýðsfélög, stjórn Seðlabankans og Reykjavíkurborg. Færslan sem síðan greiðir Facebook nú fyrir að birta sem auglýsingu beinist að Drífu Snædal, forseta ASÍ, Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar og Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins. Þau þrjú fyrrnefndu birtast þar á mynd sem strengjabrúður Gunnars Smára sem er líkt við Guðföðurinn í samnefndri kvikmynd. „Almenn hagsæld er auðvitað glataður jarðvegur fyrir byltingar og því hyggst órólega deildin breyta til þess að ná lokatakmarkinu um sameiginlega eymd undir sósíalisma,“ segir í færslunni sem virðist beint að kröfum verkalýðsfélaganna um hækkun lægstu launa. Facebook-skilaboðum Vísis til „Kosninga“ um auglýsinguna var ekki svarað strax. Aðstandendur „Kosninga“ höfnuðu að gefa upp hverjir þeir væru þegar Vísir sendi fyrirspurn á Facebook-síðuna fyrir Alþingiskosningarnar árið 2017. Þeir svöruðu ekki spurningu um hvernig keyptar auglýsingar síðunnar væru fjármagnaðar. „Fréttin í þessu yrði alger ekki frétt því við erum ekki þjóðþekktir né auðmenn. Kjósum að hanga á nafnleyndinni þar til annað breytist,“ var eina svar síðunnar.Kostaðar auglýsingar eins og sú sem Kosningar greiðir Facebook fyrir birtist notendum í tilteknum markhópum hvort sem þeir fylgja síðunni eða ekki.Skjáskot„Ég er enginn andskotans Soros“ Gunnar Smári segir við Vísi að áróður „Kosninga“ sé hlægilegur. Hægrimenn á Íslandi hafi tekið upp þema úr pólitískum áróðri harðasta kjarna Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum um að utanaðkomandi aðilar eins og George Soros, bandarísk-ungverski milljarðamæringurinn, standi í raun að baki andstæðingum þeirra og að annarlegar hvatir búi að baki hjá þeim. „Fyrir einhverjar hlægilegar ástæður hafa þessir menn tekið þemað úr þessari framsetningu og byggt upp kenningar um upprisu láglaunafólks innan verkalýðshreyfingarinnar og endurnýjun baráttuafls hennar með því að breiða út sögur um að ég standi þar að baki og að það þetta snúist ekki um að lægst launaða fólkið krefjist þess að fá að lifa af launum sínum út mánuðinn heldur búi einhverjar undarlegar ástæður að baki,“ segir Gunnar Smári. Um hann hafi til dæmis verið bornar út sögur um að hann ætli sér að ræna sjóði Eflingar. „Það er reynt að búa til úr mér einhverja furðumiðaldarlega þjóðsagnarpersónu sem vomir í kring og sé með einhverjar annarlegar ráðagerðir um að skapa glundroða og vesen. Þetta er bara svo hlægilegt því ég er bara atvinnulaus maður úti í bæ. Ég er enginn andskotans Soros,“ segir Gunnar Smári. Í skýrslu sem forsætisráðherra lét gera um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis sem gefin var út síðasta sumar kom fram að engar vísbendingar væru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu eða að nafnlausar auglýsingar hafi verið ólöglegar. Vandséð væri hvað stjórnvöld gætu gert til að grafast fyrir um hver stæði að baki huldusíðna eins og „Kosninga“.Uppfært 15:08 Nafn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, var misritað í upphaflegri útgáfu fréttarinnar og var hann sagður Halldórsson. Það hefur verið leiðrétt.
Facebook Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31