Hundrað ára gljúfur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. febrúar 2019 06:45 Miklagljúfur lítur ekki út fyrir að vera deginum eldra en 99 ára. Nordicphotos/Getty Hið víðfræga Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Kannski er ekki alveg rétt að segja að gljúfrið sjálft sé hundrað ára, enda hefur Colorado-áin grafið í steininn í tugmilljónir ára. En hundrað ár eru liðin í dag frá því Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti skrifaði undir lög um að gljúfrið yrði að þjóðgarði. Nokkurra áratuga ferli leiddi að þessari ákvörðun. Árið 1882 lagði Benjamin Harrison, þá öldungadeildarþingmaður en sjö árum síðar forseti, fram frumvarp um að gljúfrið skyldi verða þjóðgarður. Það gekk ekki upp og gerði hann gljúfrið heldur ekki að þjóðgarði í forsetatíð sinni. Það gerði Theodore Roosevelt ekki heldur í sinni forsetatíð. „Miklagljúfur fyllir mig lotningu. Það er yfir allan samanburð hafið og er ólýsanlegt. Það á sér enga hliðstæðu í öllum heiminum. Leyfa ætti því að standa óbreyttu. Það ætti ekkert að gera sem gæti skaðað fegurð þess. Það er ekki hægt að bæta. En það sem þið getið gert er að varðveita gljúfrið fyrir börn ykkar, barnabörn og allar kynslóðir sem á eftir koma. Miklagljúfur ættu allir Bandaríkjamenn að sjá,“ sagði hann þó um staðinn.Grand Teton-þjóðgarðurinn á líka afmæli. Nordicphotos/GettyÞessi vinsæli nærri 5.000 ferkílómetra ferðamannastaður stendur fyrir ýmsum viðburðum í tilefni af aldarafmælinu. Samkvæmt vef þjóðgarðastofnunnar Bandaríkjanna fer fram allsherjarveisla í dag þar sem meðal annars fulltrúar frumbyggja svæðisins halda fyrirlestra um gljúfrið og kórar syngja. Þótt gljúfrið sé ekki á hinum víðfræga, upprunalega lista yfir sjö undur veraldar, sem telur Risann á Ródos, píramídana í Giza, hengigarða Babýlon, vitann í Faros, grafhýsið í Halikarnassos, Seifsstyttuna í Ólympíu og Artemismusterið, hefur það ratað á ýmsa nýrri lista. USA Today valdi það á lista yfir ný undur veraldar, ásamt til dæmis veraldarvefnum, og CNN á lista yfir náttúruundur veraldar, ásamt til dæmis Everest-fjalli. Annar bandarískur þjóðgarður fagnar sömuleiðis stórafmæli í dag. Grand Teton-þjóðgarðurinn í Wyoming-ríki hefur nú verið þjóðgarður í níutíu ár. Þjóðgarðurinn hýsir fjölmarga háa tinda og grænar sléttur á 1.300 ferkílómetra svæði. Er vinsæll áfangastaður göngufólks, fjallageita og veiðimanna. Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af hæsta fjalli Teton-fjallgarðsins. Fjallið Grand Teton er heilir 4.199 metrar á hæð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Hið víðfræga Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Kannski er ekki alveg rétt að segja að gljúfrið sjálft sé hundrað ára, enda hefur Colorado-áin grafið í steininn í tugmilljónir ára. En hundrað ár eru liðin í dag frá því Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti skrifaði undir lög um að gljúfrið yrði að þjóðgarði. Nokkurra áratuga ferli leiddi að þessari ákvörðun. Árið 1882 lagði Benjamin Harrison, þá öldungadeildarþingmaður en sjö árum síðar forseti, fram frumvarp um að gljúfrið skyldi verða þjóðgarður. Það gekk ekki upp og gerði hann gljúfrið heldur ekki að þjóðgarði í forsetatíð sinni. Það gerði Theodore Roosevelt ekki heldur í sinni forsetatíð. „Miklagljúfur fyllir mig lotningu. Það er yfir allan samanburð hafið og er ólýsanlegt. Það á sér enga hliðstæðu í öllum heiminum. Leyfa ætti því að standa óbreyttu. Það ætti ekkert að gera sem gæti skaðað fegurð þess. Það er ekki hægt að bæta. En það sem þið getið gert er að varðveita gljúfrið fyrir börn ykkar, barnabörn og allar kynslóðir sem á eftir koma. Miklagljúfur ættu allir Bandaríkjamenn að sjá,“ sagði hann þó um staðinn.Grand Teton-þjóðgarðurinn á líka afmæli. Nordicphotos/GettyÞessi vinsæli nærri 5.000 ferkílómetra ferðamannastaður stendur fyrir ýmsum viðburðum í tilefni af aldarafmælinu. Samkvæmt vef þjóðgarðastofnunnar Bandaríkjanna fer fram allsherjarveisla í dag þar sem meðal annars fulltrúar frumbyggja svæðisins halda fyrirlestra um gljúfrið og kórar syngja. Þótt gljúfrið sé ekki á hinum víðfræga, upprunalega lista yfir sjö undur veraldar, sem telur Risann á Ródos, píramídana í Giza, hengigarða Babýlon, vitann í Faros, grafhýsið í Halikarnassos, Seifsstyttuna í Ólympíu og Artemismusterið, hefur það ratað á ýmsa nýrri lista. USA Today valdi það á lista yfir ný undur veraldar, ásamt til dæmis veraldarvefnum, og CNN á lista yfir náttúruundur veraldar, ásamt til dæmis Everest-fjalli. Annar bandarískur þjóðgarður fagnar sömuleiðis stórafmæli í dag. Grand Teton-þjóðgarðurinn í Wyoming-ríki hefur nú verið þjóðgarður í níutíu ár. Þjóðgarðurinn hýsir fjölmarga háa tinda og grænar sléttur á 1.300 ferkílómetra svæði. Er vinsæll áfangastaður göngufólks, fjallageita og veiðimanna. Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af hæsta fjalli Teton-fjallgarðsins. Fjallið Grand Teton er heilir 4.199 metrar á hæð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira