Segir áherslur félaganna einkennilegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 06:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur einkennilegt að fyrirhuguð verkföll í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) eigi að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hafi hvað flest störf undanfarin ár. Í næstu viku hefst innan Eflingar atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna á veitingahúsum, á hótelum og ræstingastarfsfólks um hvort boða eigi til sólarhringsverkfalls 8. mars. Áðurnefnd fjögur félög slitu formlega viðræðum við SA í liðinni viku. „Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem skiptir lífskjör þjóðarinnar miklu máli. Undanfarin ár hefur hún skapað hvað flest störf, vaxið hratt og afkoma hennar hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Þórdís. Ráðherrann segir að tímasetning deilunnar sé sérstaklega slæm. Úr röðum greinarinnar heyrast áhyggjuraddir yfir því hvaða áhrif verkföll kynnu að hafa og fyrirspurnir hafa borist frá viðskiptavinum erlendis, helst stórum ferðaskrifstofum, um hvert líklegt framhald verði. „Afkoma ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar,“ segir Þórdís. Þórdís tekur einnig undir orð fjármálaráðherra sem féllu á Sprengisandi í gær og segir það skjóta skökku við að viðræðurnar séu komnar á þennan stað án þess að forsendur deilunnar virðist liggja fyrir. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir,“ segir Þórdís. „Það eru um 700 manns sem munu taka þátt í vinnustöðvuninni þann 8. mars verði hún samþykkt. Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum,“ segir Sólveig Anna. „Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.“ „Það er líka táknrænt að vinnustöðvunin fari fram þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna,“ bætir Sólveig Anna við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur einkennilegt að fyrirhuguð verkföll í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) eigi að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hafi hvað flest störf undanfarin ár. Í næstu viku hefst innan Eflingar atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna á veitingahúsum, á hótelum og ræstingastarfsfólks um hvort boða eigi til sólarhringsverkfalls 8. mars. Áðurnefnd fjögur félög slitu formlega viðræðum við SA í liðinni viku. „Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem skiptir lífskjör þjóðarinnar miklu máli. Undanfarin ár hefur hún skapað hvað flest störf, vaxið hratt og afkoma hennar hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Þórdís. Ráðherrann segir að tímasetning deilunnar sé sérstaklega slæm. Úr röðum greinarinnar heyrast áhyggjuraddir yfir því hvaða áhrif verkföll kynnu að hafa og fyrirspurnir hafa borist frá viðskiptavinum erlendis, helst stórum ferðaskrifstofum, um hvert líklegt framhald verði. „Afkoma ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar,“ segir Þórdís. Þórdís tekur einnig undir orð fjármálaráðherra sem féllu á Sprengisandi í gær og segir það skjóta skökku við að viðræðurnar séu komnar á þennan stað án þess að forsendur deilunnar virðist liggja fyrir. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir,“ segir Þórdís. „Það eru um 700 manns sem munu taka þátt í vinnustöðvuninni þann 8. mars verði hún samþykkt. Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum,“ segir Sólveig Anna. „Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.“ „Það er líka táknrænt að vinnustöðvunin fari fram þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna,“ bætir Sólveig Anna við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45