Kim heldur til fundar við Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 22:58 Æðsti leiðtogi Norður-Kóreu er á leið til Víetnam. Pyeongyang Press Corps/Getty Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er haldinn til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, þar sem leiðtogafundur hans og Donalds Trump kemur til með að fara fram á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu greina frá þessu. Kim hélt fyrr í dag af stað til Víetnam með einkalest í sinni eigu. Með honum í för er Kim Yong Chol, háttsettur embættismaður innan norðurkóresku ríkisstjórnarinnar sem hefur gegnt lykilhlutverki í samskiptum við Bandaríkin, og Kim Yo Jong, systir leiðtogans. Áætlað er að lestarferð leiðtogans geti tekið meira en tvo daga. Fundurinn í næstu viku verður annar fundur leiðtoganna tveggja en sá fyrri átti sér stað í Singapúr í júní. Sá endaði án eiginlegrar niðurstöðu varðandi kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og leiddi til mánaðarlangrar pattstöðu í samningaviðræðum ríkjanna tveggja. Vonir eru bundnar við að fundurinn sem fyrirhugaður er geti liðkað fyrir samskiptum ríkjanna en sjálfur hefur Kim sagst vona að með fundinum fái hann því framgengt að Bandaríkin aflétti sem mestu af viðskiptaþvingunum sínum gegn Norður-Kóreu og að ríki hans þurfi að gefa sem minnst eftir í kjarnorkustefnu sinni á sama tíma. Þá hafa stjórnvöld í Víetnam sett á umferðarbann í grennd við þær leiðir sem Kim kann að koma í gegn um til landsins. Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er haldinn til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, þar sem leiðtogafundur hans og Donalds Trump kemur til með að fara fram á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu greina frá þessu. Kim hélt fyrr í dag af stað til Víetnam með einkalest í sinni eigu. Með honum í för er Kim Yong Chol, háttsettur embættismaður innan norðurkóresku ríkisstjórnarinnar sem hefur gegnt lykilhlutverki í samskiptum við Bandaríkin, og Kim Yo Jong, systir leiðtogans. Áætlað er að lestarferð leiðtogans geti tekið meira en tvo daga. Fundurinn í næstu viku verður annar fundur leiðtoganna tveggja en sá fyrri átti sér stað í Singapúr í júní. Sá endaði án eiginlegrar niðurstöðu varðandi kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og leiddi til mánaðarlangrar pattstöðu í samningaviðræðum ríkjanna tveggja. Vonir eru bundnar við að fundurinn sem fyrirhugaður er geti liðkað fyrir samskiptum ríkjanna en sjálfur hefur Kim sagst vona að með fundinum fái hann því framgengt að Bandaríkin aflétti sem mestu af viðskiptaþvingunum sínum gegn Norður-Kóreu og að ríki hans þurfi að gefa sem minnst eftir í kjarnorkustefnu sinni á sama tíma. Þá hafa stjórnvöld í Víetnam sett á umferðarbann í grennd við þær leiðir sem Kim kann að koma í gegn um til landsins.
Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00
Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56
Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39