Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. febrúar 2019 20:00 Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“ Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“
Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira