Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson skrifar 22. febrúar 2019 08:00 Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum. Engan skal undra, því Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl Norðurlands og ein meginstoð ferðaþjónustu svæðisins. Ferðamaðurinn heldur því af stað, úr Mývatnssveit, nú eða frá Egilstöðum eða Akureyri. Hann keyrir á vel mokuðum og breiðum þjóðvegi 1 og heldur á Öræfin. Hann nálgast afleggjarann að Dettifossvegi en þar er lokað. Snjómokstur er ekki á áætlun á veturna, bara vorin og á haustin. Ferðamaðurinn annað hvort ákveður að hunsa lokanir, ætlar sér að komast að fossinum og festir sig og þarf að kalla eftir aðstoð, eða snýr við dapur í bragði. Skipulagðar ferðir að fossinum eru vissulega í boði, á mikið breyttum bílum á 42“ dekkjum, með tilheyrandi kostnaði og vandræðum því það er jú verið að fara ófæran veg. Það er svo sem ekkert rangt við það að vegur sé lokaður á vetrum, ef hann er ekki í notkun. En þessi vegur er í notkun og það er töluverð eftirspurn eftir því að nota hann, allt árið um kring. Það vilja nefnilega margir heimsækja Dettifoss. Vegagerðin segir að vetrarmokstur sé ekki á áætlun og að það sé ekki til fjármagn fyrir þessari þjónustu. Gott og vel, hver stýrir því? Stjórnmálin. Hvað segja þau? Ekki bofs og allir vísa málinu áfram á einhvern annan. Eru þetta boðleg vinnubrögð? Það finnst mér ekki. Hafa stjórnmálin áhuga á því að efla ferðaþjónustu um land allt, eða bara við sjóndeildarhringinn? Hafa þau áhuga á að efla byggðir og búa til heilsársstörf í ferðaþjónustu, eða er það bara eitthvað sem er sagt við sérstök tilefni? Við sem störfum í ferðaþjónustu á Norðurlandi viljum gera einmitt þetta, efla og bæta þjónustu, fjölga störfum og starfa allt árið við þessa starfsgrein. Fyrst og fremst viljum við taka vel á móti fólki og sýna þeim hvað landið okkar hefur upp á að bjóða, og skila því ánægðu og heilu heim. Það væri langt best ef það væri hægt að koma þessu í lag núna strax. Hvað gerist svo næsta vetur, þegar vegurinn frá Dettifossi og að Ásbyrgi verður fullkláraður og malbikaður alla leið? Verður veginum þá lokað yfir veturinn og mun öll þessi dýrmæta framkvæmd aðeins skila því að hægt verður að keyra frá Dettifossi að Ásbyrgi frá maí og fram í október, í stað þess að hann sé opin frá júní og fram í september eins og verið hefur? Tryggjum vetrarmokstur á þessum vegi allan ársins hring og gerum það strax.Baldvin Esra EinarssonFormaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands og forsvarsmaður ferðaþjónustufyrirtækis á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum. Engan skal undra, því Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl Norðurlands og ein meginstoð ferðaþjónustu svæðisins. Ferðamaðurinn heldur því af stað, úr Mývatnssveit, nú eða frá Egilstöðum eða Akureyri. Hann keyrir á vel mokuðum og breiðum þjóðvegi 1 og heldur á Öræfin. Hann nálgast afleggjarann að Dettifossvegi en þar er lokað. Snjómokstur er ekki á áætlun á veturna, bara vorin og á haustin. Ferðamaðurinn annað hvort ákveður að hunsa lokanir, ætlar sér að komast að fossinum og festir sig og þarf að kalla eftir aðstoð, eða snýr við dapur í bragði. Skipulagðar ferðir að fossinum eru vissulega í boði, á mikið breyttum bílum á 42“ dekkjum, með tilheyrandi kostnaði og vandræðum því það er jú verið að fara ófæran veg. Það er svo sem ekkert rangt við það að vegur sé lokaður á vetrum, ef hann er ekki í notkun. En þessi vegur er í notkun og það er töluverð eftirspurn eftir því að nota hann, allt árið um kring. Það vilja nefnilega margir heimsækja Dettifoss. Vegagerðin segir að vetrarmokstur sé ekki á áætlun og að það sé ekki til fjármagn fyrir þessari þjónustu. Gott og vel, hver stýrir því? Stjórnmálin. Hvað segja þau? Ekki bofs og allir vísa málinu áfram á einhvern annan. Eru þetta boðleg vinnubrögð? Það finnst mér ekki. Hafa stjórnmálin áhuga á því að efla ferðaþjónustu um land allt, eða bara við sjóndeildarhringinn? Hafa þau áhuga á að efla byggðir og búa til heilsársstörf í ferðaþjónustu, eða er það bara eitthvað sem er sagt við sérstök tilefni? Við sem störfum í ferðaþjónustu á Norðurlandi viljum gera einmitt þetta, efla og bæta þjónustu, fjölga störfum og starfa allt árið við þessa starfsgrein. Fyrst og fremst viljum við taka vel á móti fólki og sýna þeim hvað landið okkar hefur upp á að bjóða, og skila því ánægðu og heilu heim. Það væri langt best ef það væri hægt að koma þessu í lag núna strax. Hvað gerist svo næsta vetur, þegar vegurinn frá Dettifossi og að Ásbyrgi verður fullkláraður og malbikaður alla leið? Verður veginum þá lokað yfir veturinn og mun öll þessi dýrmæta framkvæmd aðeins skila því að hægt verður að keyra frá Dettifossi að Ásbyrgi frá maí og fram í október, í stað þess að hann sé opin frá júní og fram í september eins og verið hefur? Tryggjum vetrarmokstur á þessum vegi allan ársins hring og gerum það strax.Baldvin Esra EinarssonFormaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands og forsvarsmaður ferðaþjónustufyrirtækis á Norðurlandi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar