Skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindlinu af fullri hörku Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2019 21:31 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindi bílaleigu af fullri hörku til varnar neytendum sem hafi verið freklega blekktir. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna í tengslum við afhjúpun á háttsemi Procar. Ljóst er að Procar hafi átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum. Í ályktuninni segir að stjórnvöld geti einungis brugðist við með því að gera rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þurfi að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er.Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.Procar.isHeil atvinnugrein rúin trausti Samtökin segja að fyrir aukinni skoðunartíðni liggi ýmis rök. „Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda. Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni:Stjórn Neytendasamtakanna ályktarÍ kjölfar fjölmargra fyrirspurna og ábendinga sem Neytendasamtökunum hefur borist frá félögum undanfarnar vikur vegna afhjúpunar á háttsemi bílaleigu, ályktar stjórn samtakanna eftirfarandi:-Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum, sem hafa verið freklega blekktir. Það verður einungis gert með rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þarf að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er. Jafnframt þarf að tryggja að eftirlit með akstursmælum verði fullnægjandi.Fyrir aukinni skoðunartíðni liggja ýmis rök. Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda.Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð. Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. 18. febrúar 2019 22:30 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að bregðast við mælasvindi bílaleigu af fullri hörku til varnar neytendum sem hafi verið freklega blekktir. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna í tengslum við afhjúpun á háttsemi Procar. Ljóst er að Procar hafi átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum. Í ályktuninni segir að stjórnvöld geti einungis brugðist við með því að gera rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þurfi að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er.Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.Procar.isHeil atvinnugrein rúin trausti Samtökin segja að fyrir aukinni skoðunartíðni liggi ýmis rök. „Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda. Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni:Stjórn Neytendasamtakanna ályktarÍ kjölfar fjölmargra fyrirspurna og ábendinga sem Neytendasamtökunum hefur borist frá félögum undanfarnar vikur vegna afhjúpunar á háttsemi bílaleigu, ályktar stjórn samtakanna eftirfarandi:-Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum, sem hafa verið freklega blekktir. Það verður einungis gert með rannsókn á því hvort þessi sviksemi einskorðist við eitt fyrirtæki eða hvort það sé víðtækara. Þá þarf að tryggja að nýir bílaleigubílar séu ástandsskoðaðir einu sinni á ári líkt og leigubílar, í stað þess að þeir að þeir séu ástandsskoðaðir fyrst eftir fjögur ár eins og nú er. Jafnframt þarf að tryggja að eftirlit með akstursmælum verði fullnægjandi.Fyrir aukinni skoðunartíðni liggja ýmis rök. Bílaleigubílum er að jafnaði ekið fjórum sinnum meira árlega en venjulegum bílum og af fjölda misnatinna ökumanna. Hlutfall bílaleigubíla er jafnframt allt að ellefu sinnum hærra hér en á Norðurlöndunum. Þar af leiðir að hlutdeild fyrrverandi bílaleigubíla er ákaflega hátt á almennum markaði fólksbíla. Því er enn meiri nauðsyn að tryggja öryggi þeirra frá upphafi. Stjórn Neytendasamtakanna áréttar að réttur til öryggis er meðal átta lágmarksréttinda neytenda samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og felur meðal annars í sér vernd gagnvart vörum, framleiðsluháttum og þjónustu sem ógna öryggi neytenda.Aðgerðir eins aðila hafa rúið heila atvinnugrein trausti, og traust verður einungis byggt upp á ný með aðgerðum sem hafnar eru yfir minnsta grun um hvítþvott eða undanbrögð.
Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. 18. febrúar 2019 22:30 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. 18. febrúar 2019 22:30
Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15
Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09