Einn frægasti skýjakljúfur New York seldur með miklu tapi Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2019 23:30 Chrysler-byggingin var hæsta bygging heims þegar hún var vígð árið 1930. Getty/Ozgur Donmaz Chrysler-byggingin, eitt af helstu kennileitum New York borgar, hefur verið seld fyrir 150 milljónir Bandaríkjadala, um 18 milljarða króna.Wall Street Journal segir að söluverðið þýði að söluaðilinn, fjárfestingafyrirtækið Mubadala frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi þurft að taka á sig mikið tap, en félagið greiddi 800 milljónir dala fyrir 90 prósenta hlut árið 2008. CNN segir frá því að kaupandi skýjakljúfsins sé RFR Holding, fasteignafélag í New York. Chrysler-byggingin var vígð árið 1930 og er 319 metra hár með 77 hæðum. Hún var hæsta bygging heims þegar hún var vígð, en það met stóð þó einungis í skamma stund. Empire State Bulding var vígð ellefu mánuðum eftir að Chrysler opnaði og tók þá við titilinum sem hæsta bygging heims.Lóðin fylgir ekki með í kaupunum Fasteignafélagið Tishman Speyer keypti bygginguna árið 1997 fyrir 210-250 milljónir Bandaríkjadala og þegar Mubadala keypti sinn 90 prósenta hlut hélt Tishman Speyer þeim 10 prósenta eignarhlut sem eftir stóð. Erfiðlega hefur gengið að fá aðila til að fjárfesta í Chrysler-byggingunni. Er ein ástæða þess að lóðin sjálf fylgir ekki með í kaupunum og þarf því að greiða árlega leigu til lóðareigandans. Sú leiga á víst að hafa hækkað úr 7,75 milljónir Bandaríkjadala í 32 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Þá stendur til að hækka leiguna enn frekar í 41 milljón dala á ári árið 2028. Bandaríkin Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Chrysler-byggingin, eitt af helstu kennileitum New York borgar, hefur verið seld fyrir 150 milljónir Bandaríkjadala, um 18 milljarða króna.Wall Street Journal segir að söluverðið þýði að söluaðilinn, fjárfestingafyrirtækið Mubadala frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi þurft að taka á sig mikið tap, en félagið greiddi 800 milljónir dala fyrir 90 prósenta hlut árið 2008. CNN segir frá því að kaupandi skýjakljúfsins sé RFR Holding, fasteignafélag í New York. Chrysler-byggingin var vígð árið 1930 og er 319 metra hár með 77 hæðum. Hún var hæsta bygging heims þegar hún var vígð, en það met stóð þó einungis í skamma stund. Empire State Bulding var vígð ellefu mánuðum eftir að Chrysler opnaði og tók þá við titilinum sem hæsta bygging heims.Lóðin fylgir ekki með í kaupunum Fasteignafélagið Tishman Speyer keypti bygginguna árið 1997 fyrir 210-250 milljónir Bandaríkjadala og þegar Mubadala keypti sinn 90 prósenta hlut hélt Tishman Speyer þeim 10 prósenta eignarhlut sem eftir stóð. Erfiðlega hefur gengið að fá aðila til að fjárfesta í Chrysler-byggingunni. Er ein ástæða þess að lóðin sjálf fylgir ekki með í kaupunum og þarf því að greiða árlega leigu til lóðareigandans. Sú leiga á víst að hafa hækkað úr 7,75 milljónir Bandaríkjadala í 32 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Þá stendur til að hækka leiguna enn frekar í 41 milljón dala á ári árið 2028.
Bandaríkin Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira