Einari „Boom“ dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur frá ríkinu Andri Eysteinsson skrifar 8. mars 2019 17:27 Einar Ingi Marteinsson, var hnepptur í gæsluvarðhald í janúar 2012, þar mátti hann dvelja fram í júní. Einar var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Einari „Boom“ Marteinssyni, sem heitir fullu nafni Einar Ingi Marteinsson, var í dag dæmdar skaðabætur vegna máls hans gegn íslenska ríkinu. Einar hafði stefnt ríkinu, 27. mars 2017, vegna þess að hann var látinn sitja í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði frá 13. janúar 2012 til 20. júní sama árs vegna gruns um að Einar væri viðloðinn líkamsárás en Einar var sýknaður af öllum ákæruefnum með dómi Hæstaréttar 31.janúar 2013. Einar hafði áður höfðað mál gegn ríkinu árið 2013 en var því máli vísað frá vegna vanreifunar. Einar hafði upphaflega farið fram á rúmlega 74 milljónir krónar í skaðabætur, í málinu sem úrskurðað var í dag fór Einar fram á yfir 10 milljónir króna í bætur.Sat í gæsluvarðhaldi í rúma fimm mánuði Í byrjun árs 2012 var Einar, sem var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels, handtekinn vegna gruns um aðild að sérstaklega hættulegri líkamsárás og kynferðisbroti eftir því sem fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Einar var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19.janúar sem seinna var framlengt til 16. Febrúar. Að endingu sat Einar í gæsluvarðhaldi til 20. júní 2012 en þann dag var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins, 31.janúar 2013 var svo ákvæði héraðsdóms um sýknu Einars staðfest fyrir Hæstarétti. Einar stefndi ríkinu og gerði kröfu um bætur vegna tímabundinna og varanlegra afleiðinga þess líkamstjóns sem hann hlaut vegna aðgerða lögreglu. Héraðsdómur féllst á málflutning Einars og dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða Einari „Boom“ Marteinssyni 7.500.000 krónur. Dómsmál Tengdar fréttir Einar Boom gegn íslenska ríkinu Einar Ingi Marteinsson fer fram á tæpar 75 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu. 21. febrúar 2014 09:56 Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15 Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00 Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Einari „Boom“ Marteinssyni, sem heitir fullu nafni Einar Ingi Marteinsson, var í dag dæmdar skaðabætur vegna máls hans gegn íslenska ríkinu. Einar hafði stefnt ríkinu, 27. mars 2017, vegna þess að hann var látinn sitja í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði frá 13. janúar 2012 til 20. júní sama árs vegna gruns um að Einar væri viðloðinn líkamsárás en Einar var sýknaður af öllum ákæruefnum með dómi Hæstaréttar 31.janúar 2013. Einar hafði áður höfðað mál gegn ríkinu árið 2013 en var því máli vísað frá vegna vanreifunar. Einar hafði upphaflega farið fram á rúmlega 74 milljónir krónar í skaðabætur, í málinu sem úrskurðað var í dag fór Einar fram á yfir 10 milljónir króna í bætur.Sat í gæsluvarðhaldi í rúma fimm mánuði Í byrjun árs 2012 var Einar, sem var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels, handtekinn vegna gruns um aðild að sérstaklega hættulegri líkamsárás og kynferðisbroti eftir því sem fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Einar var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19.janúar sem seinna var framlengt til 16. Febrúar. Að endingu sat Einar í gæsluvarðhaldi til 20. júní 2012 en þann dag var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins, 31.janúar 2013 var svo ákvæði héraðsdóms um sýknu Einars staðfest fyrir Hæstarétti. Einar stefndi ríkinu og gerði kröfu um bætur vegna tímabundinna og varanlegra afleiðinga þess líkamstjóns sem hann hlaut vegna aðgerða lögreglu. Héraðsdómur féllst á málflutning Einars og dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða Einari „Boom“ Marteinssyni 7.500.000 krónur.
Dómsmál Tengdar fréttir Einar Boom gegn íslenska ríkinu Einar Ingi Marteinsson fer fram á tæpar 75 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu. 21. febrúar 2014 09:56 Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15 Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00 Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Einar Boom gegn íslenska ríkinu Einar Ingi Marteinsson fer fram á tæpar 75 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu. 21. febrúar 2014 09:56
Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15
Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00
Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26