Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2019 17:12 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
„Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06