Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Baldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2019 06:00 Hanna Björk segir að hún ætli ekki frá Írlandi án Jóns. Mynd/Virgin Media „Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar. Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00