Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 16:43 Jónas Garðarsson fyrrverandi formaður SÍ og Heiðveig María. Ekki sést fyrir enda á deilum þeirra þrátt fyrir Félagsdóm og sáttatilboð stjórnar, sem Heiðveig María segir rýrt í roðinu. „Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður þar sem brottvikningin var dæmd ólögleg,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður í samtali við Vísi.Vísir greindi fyrr í dag frá tilboði Sjómannafélags Íslands til Heiðveigar Maríu sem þeir höfðu rekið úr félaginu. Tilboðið kom í kjölfar úrskurðar Félagsdóms sem segir brottreksturinn ólögmætan og þriggja ára regla sem hindraði framboð hennar til stjórnar ekki standast neinar reglur. SÍ var dæmt til sektar sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir gerræðisleg vinnubrögð. Stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð, sem að þessu stóðu, hafa nú boðið Heiðveigu Maríu að hún megi koma aftur og hún megi taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð Heiðveigar Maríu þá gefur hún litið fyrir þetta sáttatilboð. Og því langt í frá að séð sé fyrir endann á vandræðum félagsins. „Ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir forystu þessa félags með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir félag sem er stýrt af umboðslausri stjórn sem hefur misst allan trúverðugleika og virðir að vettugi lýðræðið sem gilda á í verkalýðsfélögum,“ segir Heiðveig María.Engin leið önnur en kjósa aftur Eina sáttin sem Heiðveig sér mögulega er að fram fari nýjar kosningar til stjórnar. Tilboðið breytir engu þar um. „Ef tilboð skyldi kalla,“ segir Heiðveig sem er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð sé umboðslaus og að það sé ekkert brýnna en að boða til kosninga aftur sem allra fyrst og í kjölfarið aðalfund þar sem ný stjórn með skýrt umboð tekur við og þá skipa fólki í samninganefndir og byrja að vinna að undirbúningi kjarasamninga.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar.visir/vilhelm„Þá er nokkuð ljóst að núverandi listafyrirkomulag getur ekki átt sér stað í þessu félagi þar sem stjórninni er ekki treystandi til þess að setja saman lista né stjórna kosningum.“ Heiðveig segir enn fremur liggja ljóst fyrir að það verði að fá óháðan aðila að borðinu til þess að þessar kosningar geti þá verið framkvæmdar á jafnréttisgrundvelli. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi eina sameiginlega samninganefnd sjómanna frá öllum félögum og ég er ekki að sjá það að önnur sjómannafélög leggi blessun sína yfir þessa framkomu og þessi viðbrögð sitjandi stjórnar, hvort sem að ég veiti henni forystu eða einhver annar.“Íhugar að stefna stjórninni aftur vegna kosninganna Heiðveig María segir að hún sé nú að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að stefna stjórninni fyrir Félagsdóm, þá til þess að fá kosningarnar sem fram fóru í desember dæmdar ógildar svo og aðalfundinn sjálfan. „Hvort við getum fengið dóminn svo til þess að fara í einhverskonar innsetningu verði fallist á kröfur okkar verður klárlega látið reyna á – en eins og er þá er bæði ég ásamt öðrum félagsmönnum að skoða þetta með sérfræðingum í þessum málum. Þetta mál er bara orðið miklu miklu stærra heldur en hvað mig persónulega varðar. Þetta snýr orðið að öllum félagsmönnum Sjómannafélagsins, öðrum sjómönnum og lýðræðislegum verkalýðsfélögum almennt. Þetta er aðför að lýðræði og skelfileg skilaboð út í þjóðfélagið.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður þar sem brottvikningin var dæmd ólögleg,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður í samtali við Vísi.Vísir greindi fyrr í dag frá tilboði Sjómannafélags Íslands til Heiðveigar Maríu sem þeir höfðu rekið úr félaginu. Tilboðið kom í kjölfar úrskurðar Félagsdóms sem segir brottreksturinn ólögmætan og þriggja ára regla sem hindraði framboð hennar til stjórnar ekki standast neinar reglur. SÍ var dæmt til sektar sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir gerræðisleg vinnubrögð. Stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð, sem að þessu stóðu, hafa nú boðið Heiðveigu Maríu að hún megi koma aftur og hún megi taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð Heiðveigar Maríu þá gefur hún litið fyrir þetta sáttatilboð. Og því langt í frá að séð sé fyrir endann á vandræðum félagsins. „Ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir forystu þessa félags með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir félag sem er stýrt af umboðslausri stjórn sem hefur misst allan trúverðugleika og virðir að vettugi lýðræðið sem gilda á í verkalýðsfélögum,“ segir Heiðveig María.Engin leið önnur en kjósa aftur Eina sáttin sem Heiðveig sér mögulega er að fram fari nýjar kosningar til stjórnar. Tilboðið breytir engu þar um. „Ef tilboð skyldi kalla,“ segir Heiðveig sem er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð sé umboðslaus og að það sé ekkert brýnna en að boða til kosninga aftur sem allra fyrst og í kjölfarið aðalfund þar sem ný stjórn með skýrt umboð tekur við og þá skipa fólki í samninganefndir og byrja að vinna að undirbúningi kjarasamninga.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar.visir/vilhelm„Þá er nokkuð ljóst að núverandi listafyrirkomulag getur ekki átt sér stað í þessu félagi þar sem stjórninni er ekki treystandi til þess að setja saman lista né stjórna kosningum.“ Heiðveig segir enn fremur liggja ljóst fyrir að það verði að fá óháðan aðila að borðinu til þess að þessar kosningar geti þá verið framkvæmdar á jafnréttisgrundvelli. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi eina sameiginlega samninganefnd sjómanna frá öllum félögum og ég er ekki að sjá það að önnur sjómannafélög leggi blessun sína yfir þessa framkomu og þessi viðbrögð sitjandi stjórnar, hvort sem að ég veiti henni forystu eða einhver annar.“Íhugar að stefna stjórninni aftur vegna kosninganna Heiðveig María segir að hún sé nú að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að stefna stjórninni fyrir Félagsdóm, þá til þess að fá kosningarnar sem fram fóru í desember dæmdar ógildar svo og aðalfundinn sjálfan. „Hvort við getum fengið dóminn svo til þess að fara í einhverskonar innsetningu verði fallist á kröfur okkar verður klárlega látið reyna á – en eins og er þá er bæði ég ásamt öðrum félagsmönnum að skoða þetta með sérfræðingum í þessum málum. Þetta mál er bara orðið miklu miklu stærra heldur en hvað mig persónulega varðar. Þetta snýr orðið að öllum félagsmönnum Sjómannafélagsins, öðrum sjómönnum og lýðræðislegum verkalýðsfélögum almennt. Þetta er aðför að lýðræði og skelfileg skilaboð út í þjóðfélagið.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00