Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María má koma aftur. Sem lögmanni hennar þykir kostulegt, því brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur., visir/vilhelm Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni og lögfræðingi, sem var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að koma aftur í félagið. Að auki hefur henni verið, sem einskonar sárabót, boðið að taka sæti í saminganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í bréfi sem Heiðveigu Maríu var sent í gær og Vísir greindi frá að væri á leiðinni. Félagsdómur felldi nýverið þann dóm að brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ væri ólögmætur, hin svokallaða þriggja ára reglasem hindraði framboð hennar stæðist ekki og var Sjómannafélag Íslands dæmt til 1,5 milljóna króna sektar vegna þessara brota.Fær að sitja í samninganefnd Bréfið er ekki langt en undir það ritar Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, sem á síðasta aðalfundi var kjörinn formaður SÍ, fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.Bergur Þorkelsson, kjörinn formaður, skrifar undir bréfið fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.visir/vilhelm„Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands í dag var meðal annars til umfjöllunar dómur Félagsdóms nr. 12/2018. Var það ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs að bjóða þér að ganga á ný í félagið og ef af því verður að bjóða þér jafnframt að taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum, vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Þar sem undirbúningur samningaviðræðna er þegar hafinn væri gott að fá svar við því við fyrsta tækifæri. Þá var það bókað á fundinum að lög félagsins yrðu lagfærð til samræmis við niðurstöðu Félagsdóms varðandi kjörgengi félagsmanna.“Heiðveigu boðið að koma aftur án þess að hafa nokkru sinni farið Vísir heyrði stuttlega í lögmanni Heiðveigar Maríu, Kolbrúnu Garðarsdóttur, en ekki liggur fyrir hvernig Heiðveig mun bregðast við þessu erindi. Ljóst er að Kolbrúnu þykir það kúnstugt að Heiðveigu sé boðið í félagið á ný, þar sem fyrir liggur að hún fór aldrei úr því. Brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur. „Það er verið að bíða eftir svörum frá þeim varðandi kröfu um kosningar. Hún fór víst til kjörstjórnar svo viðbrögð verða í raun þegar það er komið í ljós,“ segir Kolbrún. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni og lögfræðingi, sem var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að koma aftur í félagið. Að auki hefur henni verið, sem einskonar sárabót, boðið að taka sæti í saminganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í bréfi sem Heiðveigu Maríu var sent í gær og Vísir greindi frá að væri á leiðinni. Félagsdómur felldi nýverið þann dóm að brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ væri ólögmætur, hin svokallaða þriggja ára reglasem hindraði framboð hennar stæðist ekki og var Sjómannafélag Íslands dæmt til 1,5 milljóna króna sektar vegna þessara brota.Fær að sitja í samninganefnd Bréfið er ekki langt en undir það ritar Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, sem á síðasta aðalfundi var kjörinn formaður SÍ, fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.Bergur Þorkelsson, kjörinn formaður, skrifar undir bréfið fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs.visir/vilhelm„Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands í dag var meðal annars til umfjöllunar dómur Félagsdóms nr. 12/2018. Var það ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs að bjóða þér að ganga á ný í félagið og ef af því verður að bjóða þér jafnframt að taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum, vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Þar sem undirbúningur samningaviðræðna er þegar hafinn væri gott að fá svar við því við fyrsta tækifæri. Þá var það bókað á fundinum að lög félagsins yrðu lagfærð til samræmis við niðurstöðu Félagsdóms varðandi kjörgengi félagsmanna.“Heiðveigu boðið að koma aftur án þess að hafa nokkru sinni farið Vísir heyrði stuttlega í lögmanni Heiðveigar Maríu, Kolbrúnu Garðarsdóttur, en ekki liggur fyrir hvernig Heiðveig mun bregðast við þessu erindi. Ljóst er að Kolbrúnu þykir það kúnstugt að Heiðveigu sé boðið í félagið á ný, þar sem fyrir liggur að hún fór aldrei úr því. Brottrekstur hennar var dæmdur ólöglegur. „Það er verið að bíða eftir svörum frá þeim varðandi kröfu um kosningar. Hún fór víst til kjörstjórnar svo viðbrögð verða í raun þegar það er komið í ljós,“ segir Kolbrún.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46
Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07