Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:11 Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir áður en aðalmeðferðin hófst í morgun. Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning. Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning.
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15