Lifði fullkomnu tvöföldu lífi þar til hann var gripinn með nálina í handleggnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2019 12:30 Max Hauke. Getty/Matthias Hangst Ein af svörtustu myndum íþróttaársins er örugglega myndin af austurríska skíðagöngumanninum sem fannst með nálina í hendinni þar sem hann var að stunda ólöglega blóðgjöf á miðju HM. Austurríkismennirnir DominikBaldauf og Max Hauke viðurkenndu báðir að hafa stundað ólöglega blóðgjöf til að hjálpa sér á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu en upp komst um svindlið í lögreglu rassíu í HM-bænum Seefeld í Austurríki í síðustu viku. Austurríska blaðið KronenZeitung fékk viðtal við svörtu sauðina í skíðagöngulandsliði Austurríkis.Das Interview rüttelt auf: Max Hauke und Dominik Baldauf brechen in der „Krone“ ihr Schweigen und packen die ganze Doping-Story aushttps://t.co/RXKpGu7Pxipic.twitter.com/G0v6ylHGSv — Kronen Zeitung (@krone_at) March 6, 2019„Nú þurfum við að byrja upp á nýtt,“ sögðu þeir DominikBaldauf og Max Hauke við blaðamann KronenZeitung en þeir eru báðir 26 ára gamlir. Svindlið þeirra byrjaði árið 2017. Alls voru fimm íþróttamenn voru handteknir í innrás lögreglu á hótel HM-liðanna í Seefeld í síðustu viku. DominikBaldauf og Max Hauke voru tveir þeirra og strax nafngreindir í umfjöllun fjölmiðla. Hinir þrír íþróttamennirnir voru AleksejPoltoranin frá Kasakhstan og þeir Karel Tammjärv og Andreas Verpaalu frá Eistlandi. Max Hauke gat ekki mikið falið sitt svindl enda var hann með nálina í hendinni þegar austurríska lögreglan réðst inn í herbergi hans. Innrásin á hótelið var hluti af víðtækri rannsókn og samþættum aðgerðum á nokkrum stöðum í Austurríki og Þýskalandi.Austrian skier Max Hauke caught doping mid-police raid at Nordic World Cup Ski Championships https://t.co/XyOhYeSOoZpic.twitter.com/zf6WmZNZN4 — Independent Sport (@IndoSport) March 1, 2019 Þeir DominikBaldauf og Max Hauke voru báðir að reyna að fjölga rauðum blóðkornunum til þess að auka súrefnisupptöku sína sem myndi hjálpa þeim í skíðagöngukeppninni. „Að einhverju leyti þá fengum við að lifa fullkomnu tvöföldu lífi,“ sagði Max Hauke. Hauke segir að það hafi verið mjög fagmannlega staðið að öllu. Öll samskipti, sem dæmi, fóru fram með mismundandi símum með fyrirfram keypt símakort. Það var síðan nóg fyrir þá að drekka saltvatn eftir keppnirnar til að ekkert myndi finnast í lyfjaprófunum. „Við viljum biðjast afsökunar því við sjáum mikið eftir því að hafa notað ólöglega blóðgjöf,“ sagði DominikBaldauf.WATCH: Olympic skier Max Hauke Receiving blood transfusion doping in Austria https://t.co/EwoudJIsPKpic.twitter.com/8GKAXDXqgo — Sputnik (@SputnikInt) March 2, 2019Þeir segja lífið hafa snúist um skíðagöngu allt frá blautu barnsbeini. Þeir hafi verið vinir lengi, fylgst að en svo áttað sig á því að árangurinn fór ekki batnandi jafnvel þótt þeir gæfu allt sem þeir áttu. Það hafi reynst þeim andlega erfitt. Vinirnir segjast hafa fengið hugmyndina að svindla eftir að JohannesDürr, annar íþróttamaður sem hefur viðurkennt ólöglega lyfjanotkun, sagði þeim að það væri ómögulegt að vinna án þess að svindla. „Við ákváðum að hafa samband við lækninn og það var byrjunin á endalokum okkar,“ sagði Baldauf. Læknirinn er Mark Schmidt sem var einnig handtekinn í aðgerðunum. Lögreglan réðst einnig inn í leynilega rannsóknarstofu hans í Þýskalandi og þar fundust meðal annars 40 blóðpokar. Það verða gerð DNA-próf á þeim og því gætu bæst fleiri nöfn íþróttamanna í þetta mál. Schmidt er talinn hafa verið með 100 íþróttamenn á sínum snærum.Police walked in on Austrian World Cup skier Max Hauke while he was in the middle of a blood transfusion! His face as he realises he's been caught red handed and can't stop says it all... https://t.co/DQgvwE0hJR — SPORTbible (@sportbible) March 1, 2019 Þeir segjast aðeins geta sagt sannleikann á þessu stigi, þeir hafi gert sig seka um heimskulegt athæfi og þurfi að mæta afleiðingunum. Ferli þeirra sem íþróttamenn sé lokið og þeir þurfi að byrja frá grunni. „Ég veit að það hljómar fáránlega í mínu tilviki en mig langar virkilega að læra læknisfræði,“ segir Hauke. Baldauf lætur sig dreyma um frama innan lögreglunnar. „Draumur minn er að ganga í lögregluskólann og rannsaka stór mál.“ Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Sjá meira
Ein af svörtustu myndum íþróttaársins er örugglega myndin af austurríska skíðagöngumanninum sem fannst með nálina í hendinni þar sem hann var að stunda ólöglega blóðgjöf á miðju HM. Austurríkismennirnir DominikBaldauf og Max Hauke viðurkenndu báðir að hafa stundað ólöglega blóðgjöf til að hjálpa sér á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu en upp komst um svindlið í lögreglu rassíu í HM-bænum Seefeld í Austurríki í síðustu viku. Austurríska blaðið KronenZeitung fékk viðtal við svörtu sauðina í skíðagöngulandsliði Austurríkis.Das Interview rüttelt auf: Max Hauke und Dominik Baldauf brechen in der „Krone“ ihr Schweigen und packen die ganze Doping-Story aushttps://t.co/RXKpGu7Pxipic.twitter.com/G0v6ylHGSv — Kronen Zeitung (@krone_at) March 6, 2019„Nú þurfum við að byrja upp á nýtt,“ sögðu þeir DominikBaldauf og Max Hauke við blaðamann KronenZeitung en þeir eru báðir 26 ára gamlir. Svindlið þeirra byrjaði árið 2017. Alls voru fimm íþróttamenn voru handteknir í innrás lögreglu á hótel HM-liðanna í Seefeld í síðustu viku. DominikBaldauf og Max Hauke voru tveir þeirra og strax nafngreindir í umfjöllun fjölmiðla. Hinir þrír íþróttamennirnir voru AleksejPoltoranin frá Kasakhstan og þeir Karel Tammjärv og Andreas Verpaalu frá Eistlandi. Max Hauke gat ekki mikið falið sitt svindl enda var hann með nálina í hendinni þegar austurríska lögreglan réðst inn í herbergi hans. Innrásin á hótelið var hluti af víðtækri rannsókn og samþættum aðgerðum á nokkrum stöðum í Austurríki og Þýskalandi.Austrian skier Max Hauke caught doping mid-police raid at Nordic World Cup Ski Championships https://t.co/XyOhYeSOoZpic.twitter.com/zf6WmZNZN4 — Independent Sport (@IndoSport) March 1, 2019 Þeir DominikBaldauf og Max Hauke voru báðir að reyna að fjölga rauðum blóðkornunum til þess að auka súrefnisupptöku sína sem myndi hjálpa þeim í skíðagöngukeppninni. „Að einhverju leyti þá fengum við að lifa fullkomnu tvöföldu lífi,“ sagði Max Hauke. Hauke segir að það hafi verið mjög fagmannlega staðið að öllu. Öll samskipti, sem dæmi, fóru fram með mismundandi símum með fyrirfram keypt símakort. Það var síðan nóg fyrir þá að drekka saltvatn eftir keppnirnar til að ekkert myndi finnast í lyfjaprófunum. „Við viljum biðjast afsökunar því við sjáum mikið eftir því að hafa notað ólöglega blóðgjöf,“ sagði DominikBaldauf.WATCH: Olympic skier Max Hauke Receiving blood transfusion doping in Austria https://t.co/EwoudJIsPKpic.twitter.com/8GKAXDXqgo — Sputnik (@SputnikInt) March 2, 2019Þeir segja lífið hafa snúist um skíðagöngu allt frá blautu barnsbeini. Þeir hafi verið vinir lengi, fylgst að en svo áttað sig á því að árangurinn fór ekki batnandi jafnvel þótt þeir gæfu allt sem þeir áttu. Það hafi reynst þeim andlega erfitt. Vinirnir segjast hafa fengið hugmyndina að svindla eftir að JohannesDürr, annar íþróttamaður sem hefur viðurkennt ólöglega lyfjanotkun, sagði þeim að það væri ómögulegt að vinna án þess að svindla. „Við ákváðum að hafa samband við lækninn og það var byrjunin á endalokum okkar,“ sagði Baldauf. Læknirinn er Mark Schmidt sem var einnig handtekinn í aðgerðunum. Lögreglan réðst einnig inn í leynilega rannsóknarstofu hans í Þýskalandi og þar fundust meðal annars 40 blóðpokar. Það verða gerð DNA-próf á þeim og því gætu bæst fleiri nöfn íþróttamanna í þetta mál. Schmidt er talinn hafa verið með 100 íþróttamenn á sínum snærum.Police walked in on Austrian World Cup skier Max Hauke while he was in the middle of a blood transfusion! His face as he realises he's been caught red handed and can't stop says it all... https://t.co/DQgvwE0hJR — SPORTbible (@sportbible) March 1, 2019 Þeir segjast aðeins geta sagt sannleikann á þessu stigi, þeir hafi gert sig seka um heimskulegt athæfi og þurfi að mæta afleiðingunum. Ferli þeirra sem íþróttamenn sé lokið og þeir þurfi að byrja frá grunni. „Ég veit að það hljómar fáránlega í mínu tilviki en mig langar virkilega að læra læknisfræði,“ segir Hauke. Baldauf lætur sig dreyma um frama innan lögreglunnar. „Draumur minn er að ganga í lögregluskólann og rannsaka stór mál.“
Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Sjá meira