Tæknirisinn Amazon opnar matvöruverslanir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 09:00 Amazon hyggst hrista upp í matvörumarkaðinum. Nordicphotos/Getty Tæknirisinn Amazon hefur áform um að opna fjölda matvöruverslana í helstu stórborgum Bandaríkjanna á næstu misserum, samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið opni fyrstu verslunina í Los Angeles fyrir lok þessa árs. Þá hafa stjórnendur Amazon jafnframt gengið frá leigusamningum um húsnæði fyrir að minnsta kosti tvær aðrar verslanir sem er búist við að opni snemma á næsta ári, eftir því sem heimildir Wall Street Journal herma. Umræddar verslanir verða ólíkar verslunum keðjunnar Whole Foods sem Amazon keypti árið 2017. Ekki er hins vegar vitað hvort nýju verslanirnar verða reknar undir merkjum Amazon eða hvort nýtt vörumerki verður búið til fyrir þær. Auk þess að opna nýjar matvöruverslanir hafa forsvarsmenn tæknirisans áhuga á því að kaupa fleiri matvörukeðjur, að sögn Wall Street Journal, sem gætu hjálpað fyrirtækinu að auka hlutdeild sína á bandaríska markaðinum. Nokkuð er síðan Amazon opnaði nýja tegund matvöruverslana undir nafninu Amazon Go en verslanirnar, sem eru án starfsmanna og afgreiðslukassa, virka þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Hyggst Amazon opna fleiri slíkar verslanir. Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknirisinn Amazon hefur áform um að opna fjölda matvöruverslana í helstu stórborgum Bandaríkjanna á næstu misserum, samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið opni fyrstu verslunina í Los Angeles fyrir lok þessa árs. Þá hafa stjórnendur Amazon jafnframt gengið frá leigusamningum um húsnæði fyrir að minnsta kosti tvær aðrar verslanir sem er búist við að opni snemma á næsta ári, eftir því sem heimildir Wall Street Journal herma. Umræddar verslanir verða ólíkar verslunum keðjunnar Whole Foods sem Amazon keypti árið 2017. Ekki er hins vegar vitað hvort nýju verslanirnar verða reknar undir merkjum Amazon eða hvort nýtt vörumerki verður búið til fyrir þær. Auk þess að opna nýjar matvöruverslanir hafa forsvarsmenn tæknirisans áhuga á því að kaupa fleiri matvörukeðjur, að sögn Wall Street Journal, sem gætu hjálpað fyrirtækinu að auka hlutdeild sína á bandaríska markaðinum. Nokkuð er síðan Amazon opnaði nýja tegund matvöruverslana undir nafninu Amazon Go en verslanirnar, sem eru án starfsmanna og afgreiðslukassa, virka þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Hyggst Amazon opna fleiri slíkar verslanir.
Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur