Davíð bíður enn eftir ölinu sem hann keypti Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Davíð Scheving Thorsteinsson segir spaugilegt að líta í baksýnisspegilinn nú þegar bjórinn hefur verið leyfður í þrjá áratugi. Fréttablaðið/Ernir Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira