Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:30 Vegarkaflinn er 3,2 kílómetrar og liggur um Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Stöð 2. Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15
Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15
Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51