Segir það vera sterk rök að dómur MDE sé byggður á pólitík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 14:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að gefa minnihlutaáliti dóms MDE gaum. Honum finnst ekki rétt að sú krafa hafi verið gerð til Sigríðar Á. Andersen að segja af sér á grundvelli niðurstöðu MDE. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að gefa minnihlutaáliti dóms MDE gaum. Honum finnst ekki rétt að sú krafa hafi verið gerð til Sigríðar Á. Andersen að segja af sér á grundvelli niðurstöðu MDE. „Minnihlutinn færir að mínu viti rök fyrir því - og sterk rök - að meirihlutinn byggi afstöðu sína af of miklu leyti á pólitík bæði með því að líta til stjórnmálaástandsins á Íslandi og þá líka væntanlega til að reyna að senda einhver pólitísk skilaboð til annarra Evrópulanda.“ Þetta segir Sigmundur sem var gestur í stjórnmálaþættinum Silfrið á RÚV ásamt þeim Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformanni Pírata, Ögmundi Jónassyni fyrrverandi þingmanni Vinstri grænna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Segir minnihlutaálitið vekja upp spurningar um tilgang MDE Hann segir að minnihlutaálitið veki upp spurningar um eðli og tilgang Mannréttindadómstólsins. „Annars vegar það að meirihlutinn skuli verja miklum tíma, fleiri fleiri blaðsíður í að rekja pólitíkina á Íslandi eins og það eigi að koma málinu eitthvað við, það er að segja pólitískur debatt og pólitísk átök og vantrauststillaga og slíkt og svo að minnihlutinn dragi það sérstaklega fram að meirihlutinn sé farinn að færa sig þarna á yfir á varasama braut, farinn að gefa út pólitísk tilmæli nánast byggð á pólitík og það ætti að vera áhyggjuefni fyrir okkur ef Evrópudómstóllinn þróast í þá átt að í stað þess að veita aðildarlöndunum ráðgjöf, leiðsögn á grundvelli laga að þá fari menn að veita tilmæli út frá pólitík og pólitískri afstöðu,“ segir Sigmundur. Hann segir að með því að áfrýja málinu til yfirdeildar MDE sé dómstólnum greiði gerður í ljósi þess að um grundvallarmál sé að ræða sem hafi varði dómstóla allra Evrópulanda. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er á öndverðum meiði í málinu og segir að það sé grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra tali um að dómur MDE hafi verið kveðinn upp í pólitískum tilgangi. Hún segir að það séu fjölmörg dæmi um að ráðherrar og þingmenn hafi rangtúlkað dóminn og farið með dylgjur um MDE með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika hans. Þórhildur Sunna segir það alrangt að í minnihlutaálitinu hafi komið fram að meirihlutinn skipti sér of mikið af pólitík heldur hafi komið fram að mögulega hefðu kollegar þeirra leyft því að hafa aðeins of mikil áhrif á sig hvað þetta var stórt mál á Íslandi. Alvanalegt að menn skili sérálitum Þórhildur Sunna segir að það í umræðunni sem fylgdi í kjölfar dómsins hafi verið reynt að gera það tortryggilegt að sérálit hafi verið fært fram með dómnum. Hún segir að það sé alvanalegt hjá MDE og bætir við að minnihlutaálit hafi þó afar takmarkað efnislegt gildi. Umrætt minnihlutaálit hafi verið uppfullt af tilfinningarökum og takmörkuðum lagarökum. Þórhildi finnst alvarlegt að grafa undan Mannréttindasáttmálanum sem eigi sér 70 ára sögu og allt í þeim tilgangi að vernda pólitíska vegferð Sigríðar Á. Andersen. Hún segir að svona tal spili beint upp í hendurnar á popúlistum stjórnmálaleiðtogum í álfunni og færi þeim völd á silfurfati. Þórhildur segir að það sé allt í lagi að gagnrýna MDE en bætir við að slíkur málflutningur yrði að vera byggður á staðreyndum. Segir Sigríði hafa kennt mörgum öðrum um „Hugsið ykkur bara hvað Sigríður Andersen er búin að finna marga sökudólga, hvað hún er búin að kenna mörgum um þetta klúður í Landsrétti öðrum en sjálfum sér,“ segir Þórhildur Sunna sem taldi upp ýmsa aðila sem ráðlögðu Sigríði en hún virti að vettugi. „Og núna ræðst hún á Mannréttindasáttmálann og Mannréttindadómstólinn og talar um að hann sé notaður í pólitískum tilgangi.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Miðflokkurinn Tengdar fréttir Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. 17. mars 2019 12:55 Sigríður fær ráðherralaun í hálft ár eftir afsögn Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði. 16. mars 2019 07:00 Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að gefa minnihlutaáliti dóms MDE gaum. Honum finnst ekki rétt að sú krafa hafi verið gerð til Sigríðar Á. Andersen að segja af sér á grundvelli niðurstöðu MDE. „Minnihlutinn færir að mínu viti rök fyrir því - og sterk rök - að meirihlutinn byggi afstöðu sína af of miklu leyti á pólitík bæði með því að líta til stjórnmálaástandsins á Íslandi og þá líka væntanlega til að reyna að senda einhver pólitísk skilaboð til annarra Evrópulanda.“ Þetta segir Sigmundur sem var gestur í stjórnmálaþættinum Silfrið á RÚV ásamt þeim Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformanni Pírata, Ögmundi Jónassyni fyrrverandi þingmanni Vinstri grænna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Segir minnihlutaálitið vekja upp spurningar um tilgang MDE Hann segir að minnihlutaálitið veki upp spurningar um eðli og tilgang Mannréttindadómstólsins. „Annars vegar það að meirihlutinn skuli verja miklum tíma, fleiri fleiri blaðsíður í að rekja pólitíkina á Íslandi eins og það eigi að koma málinu eitthvað við, það er að segja pólitískur debatt og pólitísk átök og vantrauststillaga og slíkt og svo að minnihlutinn dragi það sérstaklega fram að meirihlutinn sé farinn að færa sig þarna á yfir á varasama braut, farinn að gefa út pólitísk tilmæli nánast byggð á pólitík og það ætti að vera áhyggjuefni fyrir okkur ef Evrópudómstóllinn þróast í þá átt að í stað þess að veita aðildarlöndunum ráðgjöf, leiðsögn á grundvelli laga að þá fari menn að veita tilmæli út frá pólitík og pólitískri afstöðu,“ segir Sigmundur. Hann segir að með því að áfrýja málinu til yfirdeildar MDE sé dómstólnum greiði gerður í ljósi þess að um grundvallarmál sé að ræða sem hafi varði dómstóla allra Evrópulanda. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er á öndverðum meiði í málinu og segir að það sé grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra tali um að dómur MDE hafi verið kveðinn upp í pólitískum tilgangi. Hún segir að það séu fjölmörg dæmi um að ráðherrar og þingmenn hafi rangtúlkað dóminn og farið með dylgjur um MDE með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika hans. Þórhildur Sunna segir það alrangt að í minnihlutaálitinu hafi komið fram að meirihlutinn skipti sér of mikið af pólitík heldur hafi komið fram að mögulega hefðu kollegar þeirra leyft því að hafa aðeins of mikil áhrif á sig hvað þetta var stórt mál á Íslandi. Alvanalegt að menn skili sérálitum Þórhildur Sunna segir að það í umræðunni sem fylgdi í kjölfar dómsins hafi verið reynt að gera það tortryggilegt að sérálit hafi verið fært fram með dómnum. Hún segir að það sé alvanalegt hjá MDE og bætir við að minnihlutaálit hafi þó afar takmarkað efnislegt gildi. Umrætt minnihlutaálit hafi verið uppfullt af tilfinningarökum og takmörkuðum lagarökum. Þórhildi finnst alvarlegt að grafa undan Mannréttindasáttmálanum sem eigi sér 70 ára sögu og allt í þeim tilgangi að vernda pólitíska vegferð Sigríðar Á. Andersen. Hún segir að svona tal spili beint upp í hendurnar á popúlistum stjórnmálaleiðtogum í álfunni og færi þeim völd á silfurfati. Þórhildur segir að það sé allt í lagi að gagnrýna MDE en bætir við að slíkur málflutningur yrði að vera byggður á staðreyndum. Segir Sigríði hafa kennt mörgum öðrum um „Hugsið ykkur bara hvað Sigríður Andersen er búin að finna marga sökudólga, hvað hún er búin að kenna mörgum um þetta klúður í Landsrétti öðrum en sjálfum sér,“ segir Þórhildur Sunna sem taldi upp ýmsa aðila sem ráðlögðu Sigríði en hún virti að vettugi. „Og núna ræðst hún á Mannréttindasáttmálann og Mannréttindadómstólinn og talar um að hann sé notaður í pólitískum tilgangi.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Miðflokkurinn Tengdar fréttir Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. 17. mars 2019 12:55 Sigríður fær ráðherralaun í hálft ár eftir afsögn Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði. 16. mars 2019 07:00 Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. 17. mars 2019 12:55
Sigríður fær ráðherralaun í hálft ár eftir afsögn Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði. 16. mars 2019 07:00
Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15
Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00