Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Ari Brynjólfsson skrifar 13. mars 2019 06:15 Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Fréttablaðið/Anton brink Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði