Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga vinkonu sinni Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 21:22 Dómurinn var kveðinn upp í lok febrúar. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2017. Brotið var framið þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan hafa farið út að skemmta sér um kvöldið til þess að fagna útskriftinni. Hún hafði tekið bíl með skutlara ásamt vinkonu sinni og manninum úr bænum en hafi verið mjög drukkin og dáið áfengisdauða í bifreiðinni.Vaknaði við að maðurinn var að hafa samfarir við hana Þegar heim var komið bað hún manninn að fylgja sér inn þar sem hún gat varla staðið í fæturna og í kjölfarið stungið upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Sýndi einkenni alvarlegs áfalls Í áliti sálfræðings kom fram að sálræn einkenni konunnar hafi samsvarað einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll. Hún hefði virst trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Áfallastreitueinkenni brotaþola hefðu enn verið alvarleg í síðasta viðtalinu, um mánuði eftir atvikið. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konunnar án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og þar með notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og greiðir brotaþola 1.500.000 í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2017. Brotið var framið þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan hafa farið út að skemmta sér um kvöldið til þess að fagna útskriftinni. Hún hafði tekið bíl með skutlara ásamt vinkonu sinni og manninum úr bænum en hafi verið mjög drukkin og dáið áfengisdauða í bifreiðinni.Vaknaði við að maðurinn var að hafa samfarir við hana Þegar heim var komið bað hún manninn að fylgja sér inn þar sem hún gat varla staðið í fæturna og í kjölfarið stungið upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Sýndi einkenni alvarlegs áfalls Í áliti sálfræðings kom fram að sálræn einkenni konunnar hafi samsvarað einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll. Hún hefði virst trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Áfallastreitueinkenni brotaþola hefðu enn verið alvarleg í síðasta viðtalinu, um mánuði eftir atvikið. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konunnar án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og þar með notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og greiðir brotaþola 1.500.000 í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira