„Þetta á eftir að reynast okkur dýrt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2019 12:15 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur það afar ólíklegt að Landsréttardómararnir fjórir, sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar, taki aftur þátt í dómsuppkvaðningu í Landsrétti. Þá sé ljóst að málið muni reynast íslenska ríkinu dýrt. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í morgun að skipan dómara í Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við lög. Hæstiréttur fær einnig áminningu Ragnar segir að í dóminum sé tekist á um marga merkilega þætti en með honum sé hart vegið að öllum sem komu að meðferð málsins. „Þarna er réttarríkið undir, aðskilnaður valdþáttanna og meðferð stjórnvalds. Og þarna er vissulega farið hörðum orðum um meðferð þessa máls, bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar eða framkvæmdavaldsins og síðan af hálfu Alþingis sem fór ekki að lögum við þær ákvarðanir sem teknar voru þar í tengslum við skipun dómaranna í Landsrétt. Okkur tókst ekki að halda á þessu máli í samræmi við lög.“Sjá einnig: Sigríður ætlar ekki að segja af sér Ragnar bendir jafnframt á að þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti hafi rétturinn ekki talið rétt að ógilda dóm Landsréttar á þeim grundvelli að hann væri ekki réttilega skipaður að lögum. „Þannig að það má segja að Hæstiréttur fái líka sína áminningu þar með.“ Skaðabætur til æviloka? Inntur eftir því hvort dómur MDE varði aðeins þá fjóra dómara sem skipaðir voru í Landsrétt að tillögu dómsmálaráðherra, eða alla Landsréttardómarana fimmtán telur Ragnar að hið fyrra gildi. Nú eigi eftir að koma í ljós hver sé staða þessara fjögurra dómara og þeirra dóma sem þeir hafa dæmt í Landsrétti. „Það mun reyna á það hugsanlega hvort þeir dómar sem þessir fjórir dómarar hafi tekið þátt í, hvort þeir standist ekki og hvort það verði að flytja þau mál og dæma að nýju. Svo þarf auðvitað að huga að stöðu þessara dómara, hver er staða þeirra að gengnum þessum dómi í Strassborg. Verða þeir, með einhverjum hætti, að víkja og þarf ríkið að borga þeim skaðabætur til æviloka, og svo framvegis. Þetta á eftir að reynast okkur dýrt,“ segir Ragnar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Efast um að dómararnir dæmi aftur í Landsrétti Fordæmi séu fyrir því að mál séu einfaldlega rekin aftur fyrir dómstólum við sambærilegar aðstæður. „Það eru nú fordæmi fyrir því vegna þess að hér fyrir nokkuð mörgum árum þá voru dómarafulltrúar, sem ekki voru taldir hafa nægilegt sjálfstæði sem dómarar, að dæma í málum og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þá dóma bæri að ógilda og þau mál voru bara rekin að nýju og dæmd. Svo var ríkissjóður dæmdur í einhvern kostnað vegna þessara mistaka, eins og gengur.“ Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna dóms MDE en þrír dómarar af þeim fjórum sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögur hæfnisnefndar eru við störf við réttinn. „Ég dreg í efa að þessir fjórir dómarar taki þátt í dómsuppkvaðningum [í Landsrétti] með deginum í dag. Ég tel að það geti ekki komið til álita,“ segir Ragnar.Alveg framvegis?„Já.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur það afar ólíklegt að Landsréttardómararnir fjórir, sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar, taki aftur þátt í dómsuppkvaðningu í Landsrétti. Þá sé ljóst að málið muni reynast íslenska ríkinu dýrt. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í morgun að skipan dómara í Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við lög. Hæstiréttur fær einnig áminningu Ragnar segir að í dóminum sé tekist á um marga merkilega þætti en með honum sé hart vegið að öllum sem komu að meðferð málsins. „Þarna er réttarríkið undir, aðskilnaður valdþáttanna og meðferð stjórnvalds. Og þarna er vissulega farið hörðum orðum um meðferð þessa máls, bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar eða framkvæmdavaldsins og síðan af hálfu Alþingis sem fór ekki að lögum við þær ákvarðanir sem teknar voru þar í tengslum við skipun dómaranna í Landsrétt. Okkur tókst ekki að halda á þessu máli í samræmi við lög.“Sjá einnig: Sigríður ætlar ekki að segja af sér Ragnar bendir jafnframt á að þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti hafi rétturinn ekki talið rétt að ógilda dóm Landsréttar á þeim grundvelli að hann væri ekki réttilega skipaður að lögum. „Þannig að það má segja að Hæstiréttur fái líka sína áminningu þar með.“ Skaðabætur til æviloka? Inntur eftir því hvort dómur MDE varði aðeins þá fjóra dómara sem skipaðir voru í Landsrétt að tillögu dómsmálaráðherra, eða alla Landsréttardómarana fimmtán telur Ragnar að hið fyrra gildi. Nú eigi eftir að koma í ljós hver sé staða þessara fjögurra dómara og þeirra dóma sem þeir hafa dæmt í Landsrétti. „Það mun reyna á það hugsanlega hvort þeir dómar sem þessir fjórir dómarar hafi tekið þátt í, hvort þeir standist ekki og hvort það verði að flytja þau mál og dæma að nýju. Svo þarf auðvitað að huga að stöðu þessara dómara, hver er staða þeirra að gengnum þessum dómi í Strassborg. Verða þeir, með einhverjum hætti, að víkja og þarf ríkið að borga þeim skaðabætur til æviloka, og svo framvegis. Þetta á eftir að reynast okkur dýrt,“ segir Ragnar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Efast um að dómararnir dæmi aftur í Landsrétti Fordæmi séu fyrir því að mál séu einfaldlega rekin aftur fyrir dómstólum við sambærilegar aðstæður. „Það eru nú fordæmi fyrir því vegna þess að hér fyrir nokkuð mörgum árum þá voru dómarafulltrúar, sem ekki voru taldir hafa nægilegt sjálfstæði sem dómarar, að dæma í málum og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þá dóma bæri að ógilda og þau mál voru bara rekin að nýju og dæmd. Svo var ríkissjóður dæmdur í einhvern kostnað vegna þessara mistaka, eins og gengur.“ Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna dóms MDE en þrír dómarar af þeim fjórum sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögur hæfnisnefndar eru við störf við réttinn. „Ég dreg í efa að þessir fjórir dómarar taki þátt í dómsuppkvaðningum [í Landsrétti] með deginum í dag. Ég tel að það geti ekki komið til álita,“ segir Ragnar.Alveg framvegis?„Já.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04