Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 07:00 Nemendur skólans eru á aldrinum 6 til 12 ára. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira