Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2019 19:45 Magnea Árnadóttir krafðist þess að önnur úttekt yrði gerð á skólanum SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12