Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 15:57 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að greiða þeim félagsmönnum VR sem störfuðu hjá WOW air laun um mánaðamótin. 250 félagsmenn VR störfuðu hjá flugfélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greindi fréttastofu frá þessu eftir að forsvarsmenn stéttarfélagsins höfðu fundað í dag með félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW air. Verða laun greidd út frá því sem starfsmennirnir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa og mun stéttarfélagið síðan gera kröfu í ábyrgðarsjóðinn. Ragnar Þór sagði ástand félagsmannanna sem störfuðu hjá VR eftir atvikum ágætt en auðvitað sé um mikið áfall að ræða. Hann sagði VR ætla að aðstoða félagsmenn sína í atvinnuleit og að stéttarfélagið muni veita þeim eftir fremsta megni stuðning. Hann sagði erfitt að svara því hvort hann búist við að fleiri félagsmenn VR muni missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air. Um sé að ræða mikinn skell og hann muni ekki eftir jafn miklum fjölda uppsagna. Þjóðfélagið þurfi nú að vinna úr þessu áfalli í sameiningu og komast aftur á réttan kjöl. Uppfært klukkan 16:40: VR sendi frá sér tilkynningu um málið rétt í þessu sem má lesa hér fyrir neðan:VR mun gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir útistandandi launum, launum á uppsagnarfresti og áunnum réttindum félagsmanna sinna, þegar þeir hafa skilað inn gögnum vegna málsins. Þess vegna er mikilvægt að allir skili inn til VR launaseðlum sl. 6 mánaða, ráðningarsamning ef hann er til og öðrum gögnum er tengjast vinnusambandinu. Rétt er að nefna að launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú sem þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrstar ef einhverjar eignir eru fyrir hendi í búinu. Ef þrotabúið reynist eignarlaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðasjóði launa upp að hámarki kr. 633.000 á mánuði. Launakröfur síðustu þriggja mánaða í starfi eru tryggðar auk allt að þremur mánuðum í uppsagnarfresti. Hér eru frekari upplýsingar um gjaldþrot fyrirtækja og réttarstöðu starfsmanna.VR vill benda félagsmönnum á að mikilvægt er að þeir skrái sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun sem allra fyrst þar sem bætur eru greiddar frá þem degi sem umsókn berst auk þess sem slík skráning er forsenda þess að Ábyrgðasjóður launa greiði út launakröfu vegna óunnins uppsagnarfrests hjá gjaldþrota fyrirtæki.Sjá hér vef Vinnumálastofnunar.Þar sem laun vegna marsmánaðar verða ekki greidd af félaginu hefur stjórn VR ákveðið að lána starfsmönnum ákveðna upphæð vegna marslauna sem VR fær svo greitt frá Ábyrgðasjóði launa þegar uppgjör á sér stað. Greiðslan mun ekki nema hærri upphæð en sem sjóðurinn tryggir.Ef þú hefur frekari spurningar um réttarstöðu þína hafðu samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða sendu fyrirspurn á vr@vr.is. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að greiða þeim félagsmönnum VR sem störfuðu hjá WOW air laun um mánaðamótin. 250 félagsmenn VR störfuðu hjá flugfélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greindi fréttastofu frá þessu eftir að forsvarsmenn stéttarfélagsins höfðu fundað í dag með félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW air. Verða laun greidd út frá því sem starfsmennirnir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa og mun stéttarfélagið síðan gera kröfu í ábyrgðarsjóðinn. Ragnar Þór sagði ástand félagsmannanna sem störfuðu hjá VR eftir atvikum ágætt en auðvitað sé um mikið áfall að ræða. Hann sagði VR ætla að aðstoða félagsmenn sína í atvinnuleit og að stéttarfélagið muni veita þeim eftir fremsta megni stuðning. Hann sagði erfitt að svara því hvort hann búist við að fleiri félagsmenn VR muni missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air. Um sé að ræða mikinn skell og hann muni ekki eftir jafn miklum fjölda uppsagna. Þjóðfélagið þurfi nú að vinna úr þessu áfalli í sameiningu og komast aftur á réttan kjöl. Uppfært klukkan 16:40: VR sendi frá sér tilkynningu um málið rétt í þessu sem má lesa hér fyrir neðan:VR mun gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir útistandandi launum, launum á uppsagnarfresti og áunnum réttindum félagsmanna sinna, þegar þeir hafa skilað inn gögnum vegna málsins. Þess vegna er mikilvægt að allir skili inn til VR launaseðlum sl. 6 mánaða, ráðningarsamning ef hann er til og öðrum gögnum er tengjast vinnusambandinu. Rétt er að nefna að launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú sem þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrstar ef einhverjar eignir eru fyrir hendi í búinu. Ef þrotabúið reynist eignarlaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðasjóði launa upp að hámarki kr. 633.000 á mánuði. Launakröfur síðustu þriggja mánaða í starfi eru tryggðar auk allt að þremur mánuðum í uppsagnarfresti. Hér eru frekari upplýsingar um gjaldþrot fyrirtækja og réttarstöðu starfsmanna.VR vill benda félagsmönnum á að mikilvægt er að þeir skrái sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun sem allra fyrst þar sem bætur eru greiddar frá þem degi sem umsókn berst auk þess sem slík skráning er forsenda þess að Ábyrgðasjóður launa greiði út launakröfu vegna óunnins uppsagnarfrests hjá gjaldþrota fyrirtæki.Sjá hér vef Vinnumálastofnunar.Þar sem laun vegna marsmánaðar verða ekki greidd af félaginu hefur stjórn VR ákveðið að lána starfsmönnum ákveðna upphæð vegna marslauna sem VR fær svo greitt frá Ábyrgðasjóði launa þegar uppgjör á sér stað. Greiðslan mun ekki nema hærri upphæð en sem sjóðurinn tryggir.Ef þú hefur frekari spurningar um réttarstöðu þína hafðu samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða sendu fyrirspurn á vr@vr.is.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira