Flugfreyjurnar aftur á spítalana Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2019 11:33 Nú er WOW-ævintýrið að baki. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hafa starfað í háloftunum á vegum WOW hafa sumir hverjir sett sig í samband við Landspítalann og athugað með stöður. Þar eru þeir velkomnir. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“ Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum