Charlottesville-morðinginn játar sig sekan um hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 13:51 Blóm til minningar um Heather Heyer sem lést af völdum nýnasista í Charlottesville þegar ár var liðið frá dauða hennar. Vísir/EPA Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04