Skipunartími sýslumannsins rennur sitt skeið um næstu áramót Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. mars 2019 06:01 Þórólfur Halldórsson sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna lögbannsins. Skipunartími sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu rennur út um áramót, en Þórólfur Halldórsson var skipaður í embættið 1. janúar 2015. Nokkur styr hefur staðið um sýslumanninn, sem samþykkti beiðni Glitnis Holdco og lagði lögbann við fréttaflutningi Stundarinnar úr gögnum sem miðillinn hafði undir höndum af fjármálum og viðskiptum þáverandi forsætisráðherra landsins aðeins 12 dögum fyrir alþingiskosningarnar 2017. Lögbannið varði í rétt tæpt ár eða þar til dómur Landsréttar var kveðinn upp í október síðastliðnum. Lokadómur féll í Hæstarétti fyrir helgi og lögbanni og öllum öðrum kröfum Glitnis Holdco endanlega hafnað. Í dóminum kemur fram að lögbannið hafi verið sérstaklega íþyngjandi vegna þess hve stutt var til kosninga og umfjöllun miðlanna varðaði fjármálagerninga þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort staða Þórólfs verður auglýst, samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, en nokkur óvissa ríkir einnig um hver muni gegna stöðu ráðherra þegar ákvörðun um auglýsingu og skipun í stöðuna verður tekin. Hyggist ráðherra auglýsa stöðuna ber að tilkynna sitjandi sýslumanni þá ákvörðun með sex mánaða fyrirvara, eða 1. júlí næstkomandi, Þá hafa forsvarsmenn Stundarinnar ekki tekið ákvörðun um hvort þeir höfða mál til heimtingar bóta vegna málsins. Fjallað er um rétt til bóta í lögum um kyrrsetningu og lögbann. Ef gerðarþoli lögbanns er sýknaður í staðfestingarmáli um lögbann ber þeim sem krafðist lögbannsins að greiða honum bætur fyrir miska og fjártjón, þar á meðal fyrir spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem telja megi að lögbannsgerðin hafi valdið. Í slíku máli er heimilt að dæma skaðabætur að álitum, ef ljóst þykir að fjártjón hafi orðið en ekki sé unnt að sanna fjárhæð þess Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. 23. mars 2019 09:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Skipunartími sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu rennur út um áramót, en Þórólfur Halldórsson var skipaður í embættið 1. janúar 2015. Nokkur styr hefur staðið um sýslumanninn, sem samþykkti beiðni Glitnis Holdco og lagði lögbann við fréttaflutningi Stundarinnar úr gögnum sem miðillinn hafði undir höndum af fjármálum og viðskiptum þáverandi forsætisráðherra landsins aðeins 12 dögum fyrir alþingiskosningarnar 2017. Lögbannið varði í rétt tæpt ár eða þar til dómur Landsréttar var kveðinn upp í október síðastliðnum. Lokadómur féll í Hæstarétti fyrir helgi og lögbanni og öllum öðrum kröfum Glitnis Holdco endanlega hafnað. Í dóminum kemur fram að lögbannið hafi verið sérstaklega íþyngjandi vegna þess hve stutt var til kosninga og umfjöllun miðlanna varðaði fjármálagerninga þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort staða Þórólfs verður auglýst, samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, en nokkur óvissa ríkir einnig um hver muni gegna stöðu ráðherra þegar ákvörðun um auglýsingu og skipun í stöðuna verður tekin. Hyggist ráðherra auglýsa stöðuna ber að tilkynna sitjandi sýslumanni þá ákvörðun með sex mánaða fyrirvara, eða 1. júlí næstkomandi, Þá hafa forsvarsmenn Stundarinnar ekki tekið ákvörðun um hvort þeir höfða mál til heimtingar bóta vegna málsins. Fjallað er um rétt til bóta í lögum um kyrrsetningu og lögbann. Ef gerðarþoli lögbanns er sýknaður í staðfestingarmáli um lögbann ber þeim sem krafðist lögbannsins að greiða honum bætur fyrir miska og fjártjón, þar á meðal fyrir spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem telja megi að lögbannsgerðin hafi valdið. Í slíku máli er heimilt að dæma skaðabætur að álitum, ef ljóst þykir að fjártjón hafi orðið en ekki sé unnt að sanna fjárhæð þess
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. 23. mars 2019 09:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02
Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28
Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. 23. mars 2019 09:30