Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 18:01 Michael Avenatti. AP/Michael Owen Baker Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. Samkvæmt ákærunni, sem bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað um nú síðdegis, fundaði Avenatti með lögmannig á vegum Nike fyrr í mánuðinum þar sem hann hótaði að dreifa upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir Nike. Gaf hann fyrirtækinu tækifæri á því að greiða sér og öðrum ónefndum manni upphæðina til þess að koma í veg fyrir að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. „Ég mun þurrka út tíu milljarða af markaðsvirði skjólstæðingis þíns, ég er ekki að grínast,“ er Avenatti sagður hafa sagt við lögfræðing Nike að því er fram kemur í ákærunni. Avenatti er sem áður segir best þekktur fyrir að hafa verið lögmaður Stormy Daniels sem fékk greidda 130 þúsund dali frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Fyrr í dag, áður en fréttir um ákæruna voru birtar, tísti Avenatti um að hann myndi halda blaðamannamannafund á morgun. Sagðist hann ætla að afhjúpa „meiriháttar“ svikamyllu Nike í tengslum við skólakörfubolta. Saksóknarar í New York munu halda blaðamannafund síðar í dag þar sem nánar verður greint frá ákærunni. Þá segir einnig í frétt CNN að búist sé við því að saksóknarar í Los Angeles muni einnig ákæra Avenatti í tengslum við aðra glæpi.Tmrw at 11 am ET, we will be holding a press conference to disclose a major high school/college basketball scandal perpetrated by @Nike that we have uncovered. This criminal conduct reaches the highest levels of Nike and involves some of the biggest names in college basketball. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) March 25, 2019 Bandaríkin Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. Samkvæmt ákærunni, sem bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað um nú síðdegis, fundaði Avenatti með lögmannig á vegum Nike fyrr í mánuðinum þar sem hann hótaði að dreifa upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir Nike. Gaf hann fyrirtækinu tækifæri á því að greiða sér og öðrum ónefndum manni upphæðina til þess að koma í veg fyrir að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. „Ég mun þurrka út tíu milljarða af markaðsvirði skjólstæðingis þíns, ég er ekki að grínast,“ er Avenatti sagður hafa sagt við lögfræðing Nike að því er fram kemur í ákærunni. Avenatti er sem áður segir best þekktur fyrir að hafa verið lögmaður Stormy Daniels sem fékk greidda 130 þúsund dali frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Fyrr í dag, áður en fréttir um ákæruna voru birtar, tísti Avenatti um að hann myndi halda blaðamannamannafund á morgun. Sagðist hann ætla að afhjúpa „meiriháttar“ svikamyllu Nike í tengslum við skólakörfubolta. Saksóknarar í New York munu halda blaðamannafund síðar í dag þar sem nánar verður greint frá ákærunni. Þá segir einnig í frétt CNN að búist sé við því að saksóknarar í Los Angeles muni einnig ákæra Avenatti í tengslum við aðra glæpi.Tmrw at 11 am ET, we will be holding a press conference to disclose a major high school/college basketball scandal perpetrated by @Nike that we have uncovered. This criminal conduct reaches the highest levels of Nike and involves some of the biggest names in college basketball. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) March 25, 2019
Bandaríkin Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent