Flokki gegn vegtollum vex ásmegin í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2019 08:15 Af heimasíðu Borgarahreyfingar gegn veggjöldum í Noregi. Mynd/Folkeaksjonen NEI til mer bompenger. Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun. Veggjaldaandstæðingar mælast með sjö prósenta fylgi og kæmu að fimm borgarfulltrúum í næst stærstu borg landsins, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir VG og Bergens Tidende. Borgarahreyfingin gegn meiri veggjöldum, eða „Folkeaksjonen NEI til mer bompenger“ var stofnuð í Stafangri fyrir fimm árum og náði þá strax inn þremur borgarfulltrúum í kosningunum 2015. Núna undirbýr flokkurinn framboð í fjölda fylkja og borga í Noregi í komandi fylkis- og sveitarstjórnarkosningum þann 9. september og hótar að bjóða fram í þingkosningum á næsta ári. Í stefnuyfirlýsingu flokksins segir að hann berjist fyrir því að afnema veggjöld sem fjármögnunarleið. Innviðir séu samfélagslegt verkefni og því sé það á ábyrgð hins opinbera og lögbundið hlutverk þess að fjármagna vegagerð. Flokkurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mótmælaaðgerðum í borgum Noregs undir kjörorðunum „Nú er nóg komið“. Stærsta dagblað Noregs, VG, skýrði frá aðgerðum síðastliðið sumar undir fyrirsögninni „Vegtollauppreisn um allt land“, sagði fjölskyldur mótmæla auknum heimilisútgjöldum, sem næmu tugþúsundum króna á ári, en þá lokuðu andstæðingar meðal annars umferðaræðum í Stafangri. Alþingi Hvalfjarðargöng Noregur Samgöngur Vaðlaheiðargöng Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun. Veggjaldaandstæðingar mælast með sjö prósenta fylgi og kæmu að fimm borgarfulltrúum í næst stærstu borg landsins, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir VG og Bergens Tidende. Borgarahreyfingin gegn meiri veggjöldum, eða „Folkeaksjonen NEI til mer bompenger“ var stofnuð í Stafangri fyrir fimm árum og náði þá strax inn þremur borgarfulltrúum í kosningunum 2015. Núna undirbýr flokkurinn framboð í fjölda fylkja og borga í Noregi í komandi fylkis- og sveitarstjórnarkosningum þann 9. september og hótar að bjóða fram í þingkosningum á næsta ári. Í stefnuyfirlýsingu flokksins segir að hann berjist fyrir því að afnema veggjöld sem fjármögnunarleið. Innviðir séu samfélagslegt verkefni og því sé það á ábyrgð hins opinbera og lögbundið hlutverk þess að fjármagna vegagerð. Flokkurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mótmælaaðgerðum í borgum Noregs undir kjörorðunum „Nú er nóg komið“. Stærsta dagblað Noregs, VG, skýrði frá aðgerðum síðastliðið sumar undir fyrirsögninni „Vegtollauppreisn um allt land“, sagði fjölskyldur mótmæla auknum heimilisútgjöldum, sem næmu tugþúsundum króna á ári, en þá lokuðu andstæðingar meðal annars umferðaræðum í Stafangri.
Alþingi Hvalfjarðargöng Noregur Samgöngur Vaðlaheiðargöng Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30