Freyja sigraði í Landsrétti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 15:55 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, einn af eigendum Réttar,til vinstri flutti málið fyrir Landsrétti og fluttu hún og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður,til hægri, málið fyrir héraðsdómi. Freyja Haraldsdóttir getur sótt um að fá að taka barn í fóstur á ný. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. Í júní hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á umsókn Freyju um að taka barn í fóstur áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið. Aðspurð um hvaða þýðingu dómur Landsréttar hefur fyrir Freyju svarar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju: „Niðurstaðan er raunverulega sú að henni hafi verið mismunað vegna fötlunar eða að minnsta kosti hafi ekki verið sýnt fram á það hefði ekki verið ástæða þess að hún fékk ekki að sitja matsnámskeið þar sem mat á hæfni fer fram til þess að gerast fósturforeldri.“ Sigrún segir að kjarni málsins sé hin mjög svo ólíka málsmeðferð sem Freyja fékk að því er virðist eingöngu vegna fötlunar. „Niðurstaðan er sú að hún hefði átt að sitja þetta námskeið þar sem hæfni hennar er metin eins og annarra áður en ákvörðun er tekin um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri eða ekki.“Getur Freyja sótt um að nýju? „Já, nú væri í rauninni eðlilegasta næsta skref að hún færi á þetta matsnámskeið sem við höfum gert athugasemdir við að hún hafi ekki fengið að fara á og þar myndi mat á hæfninni fara fram og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri alveg eins og hjá öllum öðrum.“ Í dómi Landsréttar segir að með því að hafna umsókn Freyju á þeim grundvelli að hún uppfyllti ekki almenn skilyrði án þess að gefa henni kost á að sækja námskeiðið hafi henni verið mismunað vegna fötlunar. „Á stefnda hvíldi sú skylda að gæta þess við afgreiðslu á umsókn áfrýjanda um fósturleyfi að ekki væri á hana hallað vegna fötlunar, sbr. jafnræðisreglur stjórnarskrár og stjórnsýslulaga.“Hér er hægt að lesa dóm Landsréttar í heild sinni. Dómsmál Félagsmál Tengdar fréttir "Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30 Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00 Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. Í júní hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á umsókn Freyju um að taka barn í fóstur áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið. Aðspurð um hvaða þýðingu dómur Landsréttar hefur fyrir Freyju svarar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju: „Niðurstaðan er raunverulega sú að henni hafi verið mismunað vegna fötlunar eða að minnsta kosti hafi ekki verið sýnt fram á það hefði ekki verið ástæða þess að hún fékk ekki að sitja matsnámskeið þar sem mat á hæfni fer fram til þess að gerast fósturforeldri.“ Sigrún segir að kjarni málsins sé hin mjög svo ólíka málsmeðferð sem Freyja fékk að því er virðist eingöngu vegna fötlunar. „Niðurstaðan er sú að hún hefði átt að sitja þetta námskeið þar sem hæfni hennar er metin eins og annarra áður en ákvörðun er tekin um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri eða ekki.“Getur Freyja sótt um að nýju? „Já, nú væri í rauninni eðlilegasta næsta skref að hún færi á þetta matsnámskeið sem við höfum gert athugasemdir við að hún hafi ekki fengið að fara á og þar myndi mat á hæfninni fara fram og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri alveg eins og hjá öllum öðrum.“ Í dómi Landsréttar segir að með því að hafna umsókn Freyju á þeim grundvelli að hún uppfyllti ekki almenn skilyrði án þess að gefa henni kost á að sækja námskeiðið hafi henni verið mismunað vegna fötlunar. „Á stefnda hvíldi sú skylda að gæta þess við afgreiðslu á umsókn áfrýjanda um fósturleyfi að ekki væri á hana hallað vegna fötlunar, sbr. jafnræðisreglur stjórnarskrár og stjórnsýslulaga.“Hér er hægt að lesa dóm Landsréttar í heild sinni.
Dómsmál Félagsmál Tengdar fréttir "Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30 Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00 Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
"Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30
Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11