Lokum skólum en leyfum sjúkrahús Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun