Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 10:51 Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum. Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum.
Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45