Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 14:16 Skoðanakannanir hafa bent til þess að Biden sé með mest fylgi mögulegra frambjóðenda í forvali demókrata. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi demókratar, segist ekki telja að hann hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt þrátt fyrir ásakanir samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona Demókrataflokksins frá Nevada, sagði frá áreitni sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hendi Biden árið 2014 í grein sem hún birti á föstudag. Þar segir hún að Biden hafi snert hana á óviðeigandi hátt og kysst hana aftan á höfuðið á kosningafundi. Talsmaður Biden hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann sagði að hvorki Biden né starfslið hans myndi eftir að atvikið hefði átt sér stað og að þau hafi aldrei orðið þess var að varaforsetinn hefði valdið Flores ónótum. Í dag birti Biden svo yfirlýsingu í eigin nafni þar sem hann gekkst ekki við ásökunum Flores en sagðist telja að hann hafi aldrei komið fram á óviðeigandi hátt í þúsundum skipta sem hann tók í höndina á fólki, faðmaði það, sýndi því alúð, stuðning eða huggun á fjórum áratugum í opinberum störfum. „Ef það er gefið í skyn að ég hafi gert það þá mun ég hlusta af virðingu en það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingunni sem Politico segir frá. Sagðist Biden jafnframt ætla að hlusta á upplifanir kvenna. Biden er talinn líklegur til afreka í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Búist hefur verið við því að hann geri það. Nokkrir frambjóðendur í forvalinu, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hafa þegar lýst því yfir að þeir trúi Flores.NEW: Statement from Joe Biden saying in all his years in public life, taking photos and giving hugs, “not once - never - did I believe I acted inappropriately. If it is suggested I did so, I will listen respectfully. But it was never my intention.” pic.twitter.com/P0OuFeWDXu— Matt Viser (@mviser) March 31, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi demókratar, segist ekki telja að hann hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt þrátt fyrir ásakanir samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona Demókrataflokksins frá Nevada, sagði frá áreitni sem hún telur sig hafa orðið fyrir af hendi Biden árið 2014 í grein sem hún birti á föstudag. Þar segir hún að Biden hafi snert hana á óviðeigandi hátt og kysst hana aftan á höfuðið á kosningafundi. Talsmaður Biden hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann sagði að hvorki Biden né starfslið hans myndi eftir að atvikið hefði átt sér stað og að þau hafi aldrei orðið þess var að varaforsetinn hefði valdið Flores ónótum. Í dag birti Biden svo yfirlýsingu í eigin nafni þar sem hann gekkst ekki við ásökunum Flores en sagðist telja að hann hafi aldrei komið fram á óviðeigandi hátt í þúsundum skipta sem hann tók í höndina á fólki, faðmaði það, sýndi því alúð, stuðning eða huggun á fjórum áratugum í opinberum störfum. „Ef það er gefið í skyn að ég hafi gert það þá mun ég hlusta af virðingu en það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingunni sem Politico segir frá. Sagðist Biden jafnframt ætla að hlusta á upplifanir kvenna. Biden er talinn líklegur til afreka í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Búist hefur verið við því að hann geri það. Nokkrir frambjóðendur í forvalinu, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hafa þegar lýst því yfir að þeir trúi Flores.NEW: Statement from Joe Biden saying in all his years in public life, taking photos and giving hugs, “not once - never - did I believe I acted inappropriately. If it is suggested I did so, I will listen respectfully. But it was never my intention.” pic.twitter.com/P0OuFeWDXu— Matt Viser (@mviser) March 31, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24