Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 12:21 Vilhjálmur Birgisson er formaður VFLA. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira