Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2019 19:00 Berþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri á því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggum á andstæðinga sína í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Þetta sagði Bergþór á þingfundi Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata er formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna mælti fyrir þingsályktun um að aðildarríki setji á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt verði að leita til verði starfsmaður þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni.Sjá einnig: Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskráÍ jómfrúrræðu sinni í Evrópuráðsþinginu sagðist Bergþór taka þessari umræðu fagnandi. Hann vildi þó slá á aðra strengi en aðrir hefðu gert á undan sér. Vísaði hann til sérstaks kafla skýrslu Þórhildar (Sem finna má hér, málsgrein 44.), sem fjallaði um Klaustursmálið svokallaða, og sagðist vonast til þess að aðrir hlutar skýrslunnar væru betur unnir en sá.Högg í nafni rétttrúnaðar Bergþór sagði að þó þingmenn væru með takmarkað einkalíf, þyrftu þeir að njóta tiltekinna réttinda og sanngirni. „Við megum ekki leyfa okkur að stökkva upp á pólitískrar rétttrúnaðar-vagninn í hvert sinn sem hann fer fram hjá okkur og fara eftir eigin hentisemi þegar flókin mál koma upp,“ sagði Bergþór. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um umræðu um kynferðisofbeldi á þjóðþingum á þeim nótum. Hins vegar væri alltaf hætta á því að pólitískir andstæðingar nýttu tækifæri sín til að ýkja og gera hluti verri en þeir væru í rauninni. Slíkt væri hægt að sjá í umræddum kafla. Þá sagði Bergþór að það hefði tekið Klaustursþingmennina sex næstum fjóra mánuði að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá „raunsæja mynd“ af því sem gerðist það kvöld. Vísaði hann til upptaka úr öryggismyndavélum og sagði þær hafa gefið „allt aðra mynd“ af því sem gerðist það kvöld. Bergþór hélt því fram í síðasta mánuði að upptökurnar af samræðum hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, hefðu verið skipulagðar fyrir fram og málið væri byggt á lygi. Í samtali við fréttastofu sagði Bára Halldórsdóttir, sem hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtöl þeirra, að Bergþór færi með rangt mál. Þar að auki skipti það ekki máli ef hann hefði rétt fyrir sér. „Jafnvel þó hann hefði rétt fyrir sér, sem hann hefur ekki, að þetta væri undirbúið, þá breytir það aldrei því sem þeir sögðu og það er það sem við eigum að vera að horfa á,“ sagði Bára.Sjá einnig: Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínumÍ skýrslu Þórhildar rifjar hún það atvik upp og bendir á að engin viðurlög séu við því að þingmenn brjóti gegn siðareglum Alþingis. Bergþór sagði í ræðu sinni að stíga þyrfti varlega til jarðar í því að setja slík viðurlög. „Ég hef mínar efasemdir um að nefnd sem inniheldur pólitíska andstæðinga geti verið hlutlaus til að meta alvarleika tilfella,“ sagði Bergþór. Þá sagði hann mikilvægt að berjast gegn kynjamisrétti og hann myndi gera sitt besta.„Sama vitleysan“ Þórhildur svaraði Bergþóri skömmu seinna og sagði hann fara með „sömu vitleysuna“ og hann og aðrir hefðu reynt að selja Íslendingum í marga mánuði. „Burtséð frá aðstæðunum hafa Bergþór og samstarfsmenn hans ekki getað afsannað að það voru hann og fimm aðrir þingmenn sem sátu á bar og hlutgerðu nokkrar stjórnmálakonur, gerðu grín að útliti þeirra, gerðu lítið úr heimilisofbeldi og gerðu lítið úr fötluðum aðgerðarsinna, svo einhver dæmi séu nefnd um hvað gerðist það kvöld.“ Þórhildur sagði Bergþór reyna að sannfæra aðra á fundinum um að hún hafi skrifað skýrsluna til að koma höggum á pólitíska andstæðinga sína. Hún sagði markmið sitt ekki hafa verið að ráðast á Bergþór, heldur að ráðast á starfsumhverfi þar sem gert er grín að konum, þeim ýtt til hliðar og þær hlutgerðar fyrir það eitt að vera konur. Alþingi Miðflokkurinn Píratar Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri á því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggum á andstæðinga sína í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Þetta sagði Bergþór á þingfundi Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata er formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna mælti fyrir þingsályktun um að aðildarríki setji á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt verði að leita til verði starfsmaður þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni.Sjá einnig: Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskráÍ jómfrúrræðu sinni í Evrópuráðsþinginu sagðist Bergþór taka þessari umræðu fagnandi. Hann vildi þó slá á aðra strengi en aðrir hefðu gert á undan sér. Vísaði hann til sérstaks kafla skýrslu Þórhildar (Sem finna má hér, málsgrein 44.), sem fjallaði um Klaustursmálið svokallaða, og sagðist vonast til þess að aðrir hlutar skýrslunnar væru betur unnir en sá.Högg í nafni rétttrúnaðar Bergþór sagði að þó þingmenn væru með takmarkað einkalíf, þyrftu þeir að njóta tiltekinna réttinda og sanngirni. „Við megum ekki leyfa okkur að stökkva upp á pólitískrar rétttrúnaðar-vagninn í hvert sinn sem hann fer fram hjá okkur og fara eftir eigin hentisemi þegar flókin mál koma upp,“ sagði Bergþór. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um umræðu um kynferðisofbeldi á þjóðþingum á þeim nótum. Hins vegar væri alltaf hætta á því að pólitískir andstæðingar nýttu tækifæri sín til að ýkja og gera hluti verri en þeir væru í rauninni. Slíkt væri hægt að sjá í umræddum kafla. Þá sagði Bergþór að það hefði tekið Klaustursþingmennina sex næstum fjóra mánuði að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá „raunsæja mynd“ af því sem gerðist það kvöld. Vísaði hann til upptaka úr öryggismyndavélum og sagði þær hafa gefið „allt aðra mynd“ af því sem gerðist það kvöld. Bergþór hélt því fram í síðasta mánuði að upptökurnar af samræðum hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, hefðu verið skipulagðar fyrir fram og málið væri byggt á lygi. Í samtali við fréttastofu sagði Bára Halldórsdóttir, sem hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtöl þeirra, að Bergþór færi með rangt mál. Þar að auki skipti það ekki máli ef hann hefði rétt fyrir sér. „Jafnvel þó hann hefði rétt fyrir sér, sem hann hefur ekki, að þetta væri undirbúið, þá breytir það aldrei því sem þeir sögðu og það er það sem við eigum að vera að horfa á,“ sagði Bára.Sjá einnig: Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínumÍ skýrslu Þórhildar rifjar hún það atvik upp og bendir á að engin viðurlög séu við því að þingmenn brjóti gegn siðareglum Alþingis. Bergþór sagði í ræðu sinni að stíga þyrfti varlega til jarðar í því að setja slík viðurlög. „Ég hef mínar efasemdir um að nefnd sem inniheldur pólitíska andstæðinga geti verið hlutlaus til að meta alvarleika tilfella,“ sagði Bergþór. Þá sagði hann mikilvægt að berjast gegn kynjamisrétti og hann myndi gera sitt besta.„Sama vitleysan“ Þórhildur svaraði Bergþóri skömmu seinna og sagði hann fara með „sömu vitleysuna“ og hann og aðrir hefðu reynt að selja Íslendingum í marga mánuði. „Burtséð frá aðstæðunum hafa Bergþór og samstarfsmenn hans ekki getað afsannað að það voru hann og fimm aðrir þingmenn sem sátu á bar og hlutgerðu nokkrar stjórnmálakonur, gerðu grín að útliti þeirra, gerðu lítið úr heimilisofbeldi og gerðu lítið úr fötluðum aðgerðarsinna, svo einhver dæmi séu nefnd um hvað gerðist það kvöld.“ Þórhildur sagði Bergþór reyna að sannfæra aðra á fundinum um að hún hafi skrifað skýrsluna til að koma höggum á pólitíska andstæðinga sína. Hún sagði markmið sitt ekki hafa verið að ráðast á Bergþór, heldur að ráðast á starfsumhverfi þar sem gert er grín að konum, þeim ýtt til hliðar og þær hlutgerðar fyrir það eitt að vera konur.
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira