Óhætt að fara á sumardekkin Ari Brynjólfsson skrifar 9. apríl 2019 08:15 Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir skýr tengsl á milli svifryks og nagladekkja. fréttablaðið/anton brink Bifreiðaeigendum sem eiga ekki erindi á fjallvegi er óhætt að skipta yfir á sumardekk. Nagladekk eru óheimil frá og með mánudeginum 15. apríl. Vakthafandi sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir enga snjókomu í kortunum svo lengi sem spárnar séu marktækar, eða tíu daga fram í tímann. Enn sé of snemmt að spá um veðrið yfir páskana. Það sé þá helst þeir sem eigi leið yfir fjallvegi um páskana sem hefðu afsökun fyrir því að skipta ekki út nöglunum. Í gær var svokallaður grár dagur í höfuðborginni þar sem svifryk fer yfir heilsu verndar mörk í kringum stórar um ferðar æðar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Gildin á Grensásvegi voru á bilinu 51-61 míkrógrömm á rúmmetra eftir hádegi í gær. Svifryksmengun á Akureyri var töluvert meiri, mældist styrkurinn 134 míkrógrömm yfir hádegið í gær, nóttina á undan var styrkurinn 123 míkrógrömm. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir skýr tengsl á milli svifryks og nagladekkja. „Það hefur verið sýnt fram á það að naglarnir, þrátt fyrir að vera orðnir miklu betri en þeir voru, tæta upp malbikið. Naglarnir eru eins og tætimaskína. Þó það geti verið grófar agnir þá myljast þær niður af öðrum dekkjum,“ segir Kristín Lóa. Hvetur hún alla á nöglum til að skipta yfir á sumardekk, eða fara yfir á heilsársdekk. „Naglar eiga kannski ekki heima innan borgarmarkanna.“ Strætó bauð fólki í gær frían dagspassa í Strætóappinu. Ekki liggur fyrir hversu margir nýttu sér þetta en meira en 1.400 notendur sóttu sér appið í gær. „Það kom stökk í niðurhali eftir að við sendum út tilkynningu um hádegið á sunnudaginn, svo kom annað stórt stökk um sjöleytið um morguninn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Samkvæmt stjórnstöð Strætó var marktækur munur á umferð síðdegis í gær, lítið var um seinkanir, þar á meðal á leið 14 sem lendir iðulega í töfum síðdegis. Samkvæmt talningu Heilbrigðiseftirlitsins frá því í mars voru 46 prósent ökutækja á negldum dekkjum, sama hlutfall og í janúar. Það er talsvert meira en oft áður, en árið 2015 var hlutfallið 34 prósent. Svo virðist sem borgarbúar trúi því að snjókoman fyrir viku sé það síðasta sem þeir sjái af vetrinum. „Það er búið að vera vitlaust að gera hjá okkur frá því á föstudaginn. Þá myndaðist löng röð. Það var líka mikið að gera á laugardaginn,“ segir Aron Elfar Jónsson, rekstrarstjóri Sólningar á Smiðjuvegi. Aron telur að verkstæðið hafi náð að afgreiða um hundrað bíla fyrri hluta dagsins í gær. Aðspurður hvernig ökumenn eigi að bera sig að segir Aron að best sé að mæta einfaldlega í röðina, best sé að þeir sem þurfi að panta dekk geri það þegar þeir mæti svo dekkin séu tilbúin þegar röðin kemur að þeim. Nóg var að gera þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Aðspurður hvað ökumenn ættu von á að þurfa að bíða lengi segir Aron það yfirleitt ekki meira en hálftíma. „Við vinnum ansi hratt.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Bifreiðaeigendum sem eiga ekki erindi á fjallvegi er óhætt að skipta yfir á sumardekk. Nagladekk eru óheimil frá og með mánudeginum 15. apríl. Vakthafandi sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir enga snjókomu í kortunum svo lengi sem spárnar séu marktækar, eða tíu daga fram í tímann. Enn sé of snemmt að spá um veðrið yfir páskana. Það sé þá helst þeir sem eigi leið yfir fjallvegi um páskana sem hefðu afsökun fyrir því að skipta ekki út nöglunum. Í gær var svokallaður grár dagur í höfuðborginni þar sem svifryk fer yfir heilsu verndar mörk í kringum stórar um ferðar æðar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Gildin á Grensásvegi voru á bilinu 51-61 míkrógrömm á rúmmetra eftir hádegi í gær. Svifryksmengun á Akureyri var töluvert meiri, mældist styrkurinn 134 míkrógrömm yfir hádegið í gær, nóttina á undan var styrkurinn 123 míkrógrömm. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir skýr tengsl á milli svifryks og nagladekkja. „Það hefur verið sýnt fram á það að naglarnir, þrátt fyrir að vera orðnir miklu betri en þeir voru, tæta upp malbikið. Naglarnir eru eins og tætimaskína. Þó það geti verið grófar agnir þá myljast þær niður af öðrum dekkjum,“ segir Kristín Lóa. Hvetur hún alla á nöglum til að skipta yfir á sumardekk, eða fara yfir á heilsársdekk. „Naglar eiga kannski ekki heima innan borgarmarkanna.“ Strætó bauð fólki í gær frían dagspassa í Strætóappinu. Ekki liggur fyrir hversu margir nýttu sér þetta en meira en 1.400 notendur sóttu sér appið í gær. „Það kom stökk í niðurhali eftir að við sendum út tilkynningu um hádegið á sunnudaginn, svo kom annað stórt stökk um sjöleytið um morguninn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Samkvæmt stjórnstöð Strætó var marktækur munur á umferð síðdegis í gær, lítið var um seinkanir, þar á meðal á leið 14 sem lendir iðulega í töfum síðdegis. Samkvæmt talningu Heilbrigðiseftirlitsins frá því í mars voru 46 prósent ökutækja á negldum dekkjum, sama hlutfall og í janúar. Það er talsvert meira en oft áður, en árið 2015 var hlutfallið 34 prósent. Svo virðist sem borgarbúar trúi því að snjókoman fyrir viku sé það síðasta sem þeir sjái af vetrinum. „Það er búið að vera vitlaust að gera hjá okkur frá því á föstudaginn. Þá myndaðist löng röð. Það var líka mikið að gera á laugardaginn,“ segir Aron Elfar Jónsson, rekstrarstjóri Sólningar á Smiðjuvegi. Aron telur að verkstæðið hafi náð að afgreiða um hundrað bíla fyrri hluta dagsins í gær. Aðspurður hvernig ökumenn eigi að bera sig að segir Aron að best sé að mæta einfaldlega í röðina, best sé að þeir sem þurfi að panta dekk geri það þegar þeir mæti svo dekkin séu tilbúin þegar röðin kemur að þeim. Nóg var að gera þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Aðspurður hvað ökumenn ættu von á að þurfa að bíða lengi segir Aron það yfirleitt ekki meira en hálftíma. „Við vinnum ansi hratt.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira