Of snemmt að segja hvort jarðskjálftahrinan sé í rénun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 11:26 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur í Öxarfirði um sex kílómetra utan við Kópasker Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30
Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37