Borgin ánægð með árangurinn af mótvægisaðgerðum vegna svifryksmengunar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 10:42 Mengunin nálgaðist heilsuverndarmörk við Grenssástöðina klukkan 10 í morgun. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki. Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki.
Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira