Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. apríl 2019 07:15 Benedikt var meðal framsögumanna á málstofu um Landsrétt á Lagadögum í síðustu viku. FBL/ernir Landsréttarmálið var ekki til umræðu í ríkisstjórn í vikunni en tæpar fjórar vikur eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm þess efnis að það samræmdist ekki ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð að dómarar sem ekki voru skipaðir í samræmi við réttar málsmeðferðarreglur dæmi mál. Landsréttur starfar ekki af fullum krafti eftir dóminn og töluverð óvissa ríkir bæði vegna mögulegs málskots til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. „Ég tel mjög brýnt að brugðist verði við eins fljótt og auðið er því það er augljóst að Landsréttur getur ekki sinnt sínu hlutverki með góðu móti þegar fjórir dómarar af fimmtán eru ekki að störfum,“ segir Benedikt Bogason, stjórnarformaður Dómstólasýslunnar. Benedikt segir að því lengri töf sem verði á því að ákvarðanir verði teknar um viðbrögð við dóminum, því meiri dráttur verði á meðferð mála við Landsrétt. „Það er mjög bagalegt ef þetta tefst lengi, því ef dráttur byrjar að verða á meðferð mála getur sá vandi undið upp á sig á skömmum tíma og orðið erfiður viðureignar,“ segir Benedikt. Þær ákvarðanir sem þarf að taka í kjölfar dómsins eru tvíþættar. Annars vegar þarf að ákveða hvort málinu verði skotið til efri deildar MDE en mjög skiptar skoðanir hafa verið um það meðal stjórnmálamanna, dómara og fræðimanna. Hins vegar þarf ákveða til hvaða ráðstafana verður gripið til að tryggja eðlilega virkni Landsréttar en ákvarðanir þess efnis bíða væntanlega þangað til fyrir liggur hvort leitað verði endurskoðunar dómsins. Verði slíkrar endurskoðunar leitað þarf að tryggja virkni réttarins meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu en sú óvissa gæti varað í tvö ár. Verði hins vegar ákveðið að una dómi þarf að ákveða hvernig eigi að bregðast við dóminum og koma í veg fyrir áframhaldandi brot gegn ákvæði sáttmálans. Benedikt segir Dómstólasýsluna hafa bent á einu raunhæfu leiðina úr vanda Landsréttar, í erindi til stjórnvalda strax í sömu viku og dómur MDE var kveðinn upp. Í erindinu er lagt til að dómurum við Landsrétt verði fjölgað um fjóra en til þess þarf lagabreytingu. Aðspurður segist Benedikt ekki hafa fengið viðbrögð frá stjórnvöldum við erindinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. 20. mars 2019 16:20 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Spyr um kostnað við dómaraskipun Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt. 26. mars 2019 06:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Landsréttarmálið var ekki til umræðu í ríkisstjórn í vikunni en tæpar fjórar vikur eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm þess efnis að það samræmdist ekki ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð að dómarar sem ekki voru skipaðir í samræmi við réttar málsmeðferðarreglur dæmi mál. Landsréttur starfar ekki af fullum krafti eftir dóminn og töluverð óvissa ríkir bæði vegna mögulegs málskots til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. „Ég tel mjög brýnt að brugðist verði við eins fljótt og auðið er því það er augljóst að Landsréttur getur ekki sinnt sínu hlutverki með góðu móti þegar fjórir dómarar af fimmtán eru ekki að störfum,“ segir Benedikt Bogason, stjórnarformaður Dómstólasýslunnar. Benedikt segir að því lengri töf sem verði á því að ákvarðanir verði teknar um viðbrögð við dóminum, því meiri dráttur verði á meðferð mála við Landsrétt. „Það er mjög bagalegt ef þetta tefst lengi, því ef dráttur byrjar að verða á meðferð mála getur sá vandi undið upp á sig á skömmum tíma og orðið erfiður viðureignar,“ segir Benedikt. Þær ákvarðanir sem þarf að taka í kjölfar dómsins eru tvíþættar. Annars vegar þarf að ákveða hvort málinu verði skotið til efri deildar MDE en mjög skiptar skoðanir hafa verið um það meðal stjórnmálamanna, dómara og fræðimanna. Hins vegar þarf ákveða til hvaða ráðstafana verður gripið til að tryggja eðlilega virkni Landsréttar en ákvarðanir þess efnis bíða væntanlega þangað til fyrir liggur hvort leitað verði endurskoðunar dómsins. Verði slíkrar endurskoðunar leitað þarf að tryggja virkni réttarins meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu en sú óvissa gæti varað í tvö ár. Verði hins vegar ákveðið að una dómi þarf að ákveða hvernig eigi að bregðast við dóminum og koma í veg fyrir áframhaldandi brot gegn ákvæði sáttmálans. Benedikt segir Dómstólasýsluna hafa bent á einu raunhæfu leiðina úr vanda Landsréttar, í erindi til stjórnvalda strax í sömu viku og dómur MDE var kveðinn upp. Í erindinu er lagt til að dómurum við Landsrétt verði fjölgað um fjóra en til þess þarf lagabreytingu. Aðspurður segist Benedikt ekki hafa fengið viðbrögð frá stjórnvöldum við erindinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. 20. mars 2019 16:20 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Spyr um kostnað við dómaraskipun Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt. 26. mars 2019 06:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. 20. mars 2019 16:20
Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45
Spyr um kostnað við dómaraskipun Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt. 26. mars 2019 06:07