Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 13:36 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“ Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00
Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00
Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00