Framlag stjórnvalda til lífskjarasamninga metið á hundrað milljarða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 10:51 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Framlag ríkisstjórnarinnar til hinna svokölluðu lífskjarasamninga er metið á hundrað milljarða króna á gildistíma þeirra samkvæmt heimildum Kjarnans. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar sé þróun Keldnalands undir íbúðabyggð, hækkun ráðstöfunartekna í lægsta skattþrepinu um tíu þúsund krónur á mánuði og nýjar leiðir til að hjálpa við kaup á húsnæði. Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefja skipulagningu Keldnalands var á meðal tillagna sem átakshópur í húsnæðismálum gerði grein fyrir í lok janúar. Hópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af „Carlsberg-ákvæðinu“ að danskri fyrirmynd með áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu í gærkvöldi var Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tíðrætt um úrræði til handa ungu fólki og sér í lagi ungum foreldrum sem er hópur sem hefur setið eftir í launaþróun. Aðgerðir stjórnvalda snúist þannig fyrst og fremst um að draga úr vægi verðtryggingar, húsnæðismál og ungt fólk.Sjá nánar: Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðumHeimildir Kjarnans herma að framlengja eigi um tvö ár heimildina að nota séreignasparnað til að greiða inn á lán. Þar segir jafnframt að kanna eigi að veita sérstök hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupenda sem myndu þá bera lægri vexti og afborganir fyrstu árin. Þetta myndi auðvelda hópnum að komast inn á eignamarkað. Til skoðunar sé þá einnig að hækka skerðingarmörk barnabóta í 325 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði á árinu 2020 og þá í tólf mánuði frá byrjun árs 2021. Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35 Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Framlag ríkisstjórnarinnar til hinna svokölluðu lífskjarasamninga er metið á hundrað milljarða króna á gildistíma þeirra samkvæmt heimildum Kjarnans. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar sé þróun Keldnalands undir íbúðabyggð, hækkun ráðstöfunartekna í lægsta skattþrepinu um tíu þúsund krónur á mánuði og nýjar leiðir til að hjálpa við kaup á húsnæði. Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefja skipulagningu Keldnalands var á meðal tillagna sem átakshópur í húsnæðismálum gerði grein fyrir í lok janúar. Hópurinn telur að skipulag Keldna, og eftir atvikum Keldnaholts, ætti að taka mið af „Carlsberg-ákvæðinu“ að danskri fyrirmynd með áherslu á samvinnu og einfaldara regluverk. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu í gærkvöldi var Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tíðrætt um úrræði til handa ungu fólki og sér í lagi ungum foreldrum sem er hópur sem hefur setið eftir í launaþróun. Aðgerðir stjórnvalda snúist þannig fyrst og fremst um að draga úr vægi verðtryggingar, húsnæðismál og ungt fólk.Sjá nánar: Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðumHeimildir Kjarnans herma að framlengja eigi um tvö ár heimildina að nota séreignasparnað til að greiða inn á lán. Þar segir jafnframt að kanna eigi að veita sérstök hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupenda sem myndu þá bera lægri vexti og afborganir fyrstu árin. Þetta myndi auðvelda hópnum að komast inn á eignamarkað. Til skoðunar sé þá einnig að hækka skerðingarmörk barnabóta í 325 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði á árinu 2020 og þá í tólf mánuði frá byrjun árs 2021.
Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29 Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35 Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. 22. janúar 2019 14:29
Segir stjórnvöld koma með mun meira að borðinu en áður hafi sést Fundur samningsaðila hófst á ný í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun eftir fundahöld fram á nótt í gær. 3. apríl 2019 08:35
Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16
Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03