Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 12:11 Frá Hlemmi í gærmorgun þegar farþegar biðu eftir strætó á meðan akstur lá niðri. Vísir/EgillA Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst. Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst.
Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30