Vísindaglerþak Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun