Íþrótt? Haukur Örn Birgisson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun